Doddi í Brooklyn

Friday, October 13, 2006

Það er táfýlugildra undir skrifborðinu hjá mér.

Mig svíður í ammoníakbrunnið nefið.

Hins vegar keyptum við nýja stafræna myndavél um daginn, Panasonic Lumix FX01.

Drasl.

Skítamyndir.

Þökkum fyrir að búa í USA þar sem réttur neytenda er sterkur og gátum því skipt prumpinu. Fengum okkur klassíska Canon í staðinn. Við höfum alltaf átt Canon og hún svíkur engan. Elsku fallega Canon. Hvernig gat ég svikið þig? Ég mun aldrei gera það aftur, ég lofa. (Keyptum reyndar Panasonic plasmahnullung um daginn sem er helber snillingur)

Ef maður á eitthvað sem maður er ánægður með, þá á maður ekkert að vera að breyta. Og hananú. Ég hef t.d. alltaf verið með Nokia gemsa, en ákvað eitt sinn að prófa að skipta yfir í Ericsson. Þvílík mistök. Elsku fallegi Nokia, vonandi elskar þú mig enn.

Og þar hafið þið það. Bannað að breyta. Aldrei að prófa eitthvað nýtt og alltaf gera bara það sama. Nýjungar eru fyrir hálfvita og klepranagara.

Leigusalakonan okkar er brjáluð. Hún talar eins og fólkið sem er búið að reykja aðeins of mikið og er með gat á hálsinum. Hún er samt ekki með gat á hálsinum. Hún er frá Ítalíu.
Ég er hræddur við hana.

1 Comments:

At 10:13 PM, Blogger Lara Gudrun said...

Þú ert snillingur!
OG ég er hjartanlega sammála þér....
(sem kemur kannski ekki mikið á óvart.... heheheh)

 

Post a Comment

<< Home