Doddi í Brooklyn

Tuesday, October 16, 2007

Hæ.
Ég var í Chicago í gær að spila með Adama. Við vorum að hita upp fyrir frábæra brasilíska söngkonu sem heitir CéU. Þetta voru fyrstu alvöru tónleikarnir okkar sem hljómsveit og var þetta allt saman tóm gleði og hamingja. Tónleikarnir mörkuðu tímamót fyrir mig þar sem ég lék á píanóhljóðgervil á miðjum tónleikunum, eitthvað sem ég hef eigi gert opinberlega síðan Hermann Gunnarson var á toppnum. Ekki má heldur gleyma nýja hipphopparajakkanum mínum sem ég var í. Wesssside. Þrefalt húrra fyrir mér. Svo eru framundan tónleikar í fleiri borgum þ.á.m. NYC og LA og Washington. Einnig er ýmislegt annað mjög spennandi í farvatninu með Adama, spennó klennó.

Annars erum við Ásdís á leiðinni í IKEA í fyrramálið og geta glöggir lesendur leitt líkur að spenningnum sem ríkir innra með mér.

Anyway, að lokum langar mig að deila með ykkur nýju hetjunni minni.
Góðar stundir.

1 Comments:

At 11:17 AM, Blogger Unknown said...

Til hamingju með hljómleikinn - varstu með hettuna uppi eða niðri?

TAK er ekki bara hetjan þín heldur hetja. "Hung like I'm black". Ætli hann vanti trommara?

 

Post a Comment

<< Home