Doddi í Brooklyn

Monday, December 17, 2007

Tókum húsfreyjuna á þetta um helgina og hrærðum í eina lauflétta hnetusmjörs-súkkulaði-smáköku uppskrift. Held reyndar að það sé smá möguleiki að einhvern tíma einhvers staðar hafi einhverjum tekist betur til með þessa uppskrift en okkur. Kennum bara gasofninum um það. Það kemur kannski fáum á óvart að ég læt nú samt ekki einhverja smávægilega vankanta stoppa mig í að taka magnaðan ryksugu effekt á smákökurnar við hvert tækifæri. Því er aldrei að vita hvort að þörf verði á annarri freyjutörn fyrir jól, hús altsog. Einnig vil ég koma þakklæti til Önnu Katrínar fyrir kökuboxið góða er fylgdi dýrindis lagkökunni sem kveikti einmitt þennan bökunarneista sem glóir svo glatt í hjörtum okkar???

Ekki?

Ikke?

Maður spyr sig.

Pís ád.

PS. Innilega til hamingju með litlu prinsessuna elsku Laufey.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home