Doddi í Brooklyn

Sunday, February 26, 2006

Ég er lítill feiminn bloggari.
Samt alveg stór strákur og allt svoleiðis. Enda er ég líka í karate (tæ kvon dó, hú kers).
Kínverjar kunna stundum ekki að segja R hljóð né Ð (th) hljóð.
Það eru einmitt aðal hljóðin í nafninu mínu hér í Vesturheimi. (Thor)
Þetta getur verið fyndið.
Góðan dag, ég heiti Mr. Han, hvað heitir þú.
Ég heiti Thor.
Ha, Lol.
Nei, Thor.
Já, Paul.
Já já, Paul, það er fínt...

Mig langar í skíðaferð og golfferð. Samt meira í skíðaferð. Fyrst í skíðaferð svo í golfferð. Í gulum pólóbol. Lacoste.
Ameríkanskí fólk segir oft pís að skilnaði.
Pís.

2 Comments:

At 5:05 PM, Blogger AnnaKatrin said...

en fyndið. ég segi nefnilega oft íslenska orðið friður að skilnaði. Kannski er ég ameríslensk... hver er pabbi minn? djók.
En ég segi það samt oft.
friður.

 
At 6:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Má ég koma líka? Fyrst í skíðaferð svo í golfferð?
Fís.

 

Post a Comment

<< Home