Doddi í Brooklyn

Tuesday, February 21, 2006

Hæ krakkar.
Ég og Ásdís búum í Boston.
Þegar er kalt í Boston, þá er gott að hafa heitan stað til að dvelja á.
Til dæmis heita íbúð.
Íbúðin okkar er oftast heit.

En ekki fyrr en að læti dauðans eru búin að eiga sér stað.

Þannig er mál með vexti að það ganga tvö hitarör í gegnum íbúðina okkar, eitt í stofunni og eitt á baðinu. Svo er voða fínn hitari í kjallaranum sem sendir hita í þessar leiðslur svo að mér verði ekki kalt.
Það sem er skemmtilegt við þetta allt saman er að þegar hitarinn fer í gang (sem getur gerst hvenær sem er og gerist reyndar alltaf kl. 7 á morgnana svo að fólkinu sem er að fara í vinnuna verði ekki kalt), þá hljómar það eins og að Hjalti Úrsus standi sveittur í hjólabuxunum, ber að ofan, í stofunni hjá okkur (á hvítu hringmottunni sem ég keypti handa Ásdísi) berjandi æsingsfast með sleggju í rörin.

Þá er gott að sofa.

Kassmæerinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home