Doddi í Brooklyn

Saturday, October 21, 2006

Hæ.

Ég, Ásdís og Jóel fórum á tónleika í kvöld með hinni margfrægu hljómsveit, Red Hot Chili Peppers.

Því miður byrjuðu tónleikarnir ekki nógu vel.
Upphitunarhljómsveitin var nefnilega The Mars Volta.
Þvílíkt sorp.
Þegar þeir höfðu leikið í u.þ.b. 20 mínútur var ég kominn á fremsta hlunn með að missa vitið sökum stöðugs eyrnaóþols og neyddumst við því til að yfirgefa tónleikasalinn til fara að pissa og gæða okkur á veitingum, sem by the way veittu okkur mun meiri ánægju en spilamennska The Mars Volta.
(hér að neðan gefur að líta nokkrar af pylsunum sem við gæddum okkur á)


Er við gæddum okkur á veitingunum og heyrðum The Mars Volta nauðga innri eyrum áheyrenda, létum við okkur hlakka til að fá lausn undan píningu The Mars Volta með snilld blóðheitu tsjillípiparanna...

...en allt kom fyrir helvítis ekki.
Já, helvítis ekki segi ég.

ERUÐI EKKI AÐ GRÍNAST MEÐ LÉLEGUSTU HLJÓMSVEIT ALLRA TÍMA Í ÖLLUM HEIMINUM GEIMINUM SEM ALDREI VERÐUR ÁTLÉLEGUÐ AF NEINNI ANNARRI HLJÓMSVEIT!!!!!!!!!!!!

Því miður á ég ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa hve léleg The Red Hot Chili Peppers var. Mér finnst reyndar svolítið leiðinlegt að segja þetta vegna þess að mér finnst t.d. Blood Sugar Sex Magik vera virkilega góð plata. Svo fíla ég einnig slatta af þeirra nýrri lögum.
En hverju skiptir það þegar þeir geta ekki spilað læv á hljóðfærin sín frekar en anusinn á mér.

Já, þetta eru stór orð, en staðreyndin er sú að ég hef sjaldan farið á jafnlélega tónleika þar sem efnið hefur verið jafnilla flutt og raun bar vitni, og þá tel ég með alla tónfundina sem ég fór á í tónlistarskólanum í gamla daga, og einnig alla jólatónleikana á Eiðistorgi.

Red Hot Chili Peppers gátu ekki skíííííííííít.
Samt var troðfullt hús, sennilega um 20 þúsund manns, og allir að drulla í sig af ánægju og fílíngi.

Ég hlýt að vera annað hvort snillingur eða hálfviti.

Reyndar var einn ljós púnntur á tónleikunum, en það var þegar gítarleikari piparpúkanna lék og söng, einungis við sinn eigin undirleik, hið undurfagra lag Pol Sæmons, "For Emily, Whenever I May Find Her". Og þar með kom skemmtileg tenging inn í tónleikadagskrá helgarinnar, því að við erum einmitt að fara á tónleika með Pol Sæmon á sunnudagskvöldið...

Tsjaó bella.

1 Comments:

At 6:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Heyr, heyr... hef séð live upptökur af þeim á hreyfimyndaformi... tótal krappedíkrappkrapp

 

Post a Comment

<< Home