Hvílík gargandi snilld.
Já, ég verð að segja að tónleikarnir sem við fórum á í gærkveldi með Paul Simon hafi smellt sér upp að hlið Prince og Radiohead hvað gæðatónleika varðar.
Þessir tónleikar voru ógleymanlegir, tónlistin frábær og flutningurinn snilld. Þetta var svo afslappað einhvern veginn og látlaust að það var ekki hægt annað en að hrífast með. Svo spillir ekki fyrir að hafa mann eins og Steve Gadd bak við trommusettið, en hann er líklega sá trommuleikari sem spilað hefur inn á flestar plötur í heiminum geiminum.
Red Hot Chili Peppers geta étið skít.
Paul Simon á hins vegar skilið góða steik og jafnvel vínglas.
Guten Stúnden.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home