Doddi í Brooklyn

Thursday, November 16, 2006

Hæ.
Ég á 1 miða á Justin Timberlake til sölu 6. febrúar 2007. Áhugasamir vinsamlegast gefi sig fram.
...

Ég er sveittur.
Það er 16. nóvember og það eru 20 gráðu hiti úti. Ligga ligga lái. Vonandi heldur þetta áfram á þessum nótum þangað til hinir háttvirtu gestir, öðru nafni "Hin Heilaga Þrenning", öðru nafni móðir mín, faðir og systir koma í heimsókn næstkomandi miðvikudagskvöld. Það verður líklega helflippað.
...

Ég keypti kalkún í dag.
Ég hef aldrei keypt kalkún áður.
Mamma kaupir hann.
En nú eru breyttir tímar og í staðinn fyrir að borða kalkún eldaðan af móður minni, mun hún koma til mín og borða kalkún eldaðan af mér. (takið eftir því að ég minnist hvergi á Ásdísi í þessari lýsingu, enda kann hún ekkert að elda eða kaupa kalkún........hún kann hins vegar alveg að kaupa skó og handtöskur...en það er önnur saga:)
Konan í sjónvarpinu kennnir manni að elda kalkúninn. Svo er þetta svo fullkomið hér í Ameríku (eins og allt annað) að maður getur barasta ýtt á pásu á þættinum eða spólað afturábak eða áfram eins mann lystir á meðan maður horfir á þáttinn. Allt innbyggt. Bara einn rofi.

Keypti líka 48 kókdósir í dag. Bara til öryggis. Þið hljótið að skilja mig. (Svo, svona bara til öryggis öryggis, keypt ég líka 12 flöskur af sódavatni, enda áttum við bara 8 flöskur fyrir...)
Maður veit nebblilega aldrei hvenær kemur stríð og maður þarf að loka sig inni og drekka fullt af gosi og sódavatni. Svo keyptum við okkur líka innbústryggingu um daginn, þannig að við erum í þokkalega góðum málum þegar stríðið kemur. Einnig eigum við sinn hvorn/sitt hvorn (veit ekki) reiðhjólahjálminn og skautahlífar.

Var ég búinn að segja frá rottunum okkar?
Við eigum nebblilega massa af rottum sem við geymum bara hér í portinu hjá okkur. Þær eru mjög vel þjálfaðar og koma alltaf og heilsa þegar einhver gengur framhjá. Það gleður mig innilega að sjá þær í hvert sinn sem ég geng í gegnum portið, og þær hafa enn ekki náð að bregða mér. Raggi er minn uppáhalds en Kolfinna er Ásdísar uppáhalds.

Svo er líka byrjað að spila jólalögin á fullu á Classic FM 103,3. JólaElvis, JólaCrosby, JólaWonder, JólaWilson, JólaBolton, JólaVandross, JólaSinatra o.fl o.fl. Allir í dúndrandi jólastuði í vinnunni, drekkandi Egg Nog allan daginn.

Ég var að fatta að ég gleymdi að kaupa dass af Cherry- og Vanillakóki, sem er, eins og allir vita, bráðnauðsynlegt um þeinskgivíng hér í Ameríku. Ásdís er alveg vitlaus í þetta.

Hvað meir.

Já, svo erum við með sörpræs fyrir gestina. Samt engin kaka með mér földum ofaní í pungþveng einum fata, en samt vonandi skemmtilegt engu að síður.

Svo er ég alltaf að horfa á tvennt þessa dagana. Sopranos í fyrsta lagi og í öðru lagi þátt sem heitir Mindfreak.
Mindfreak er þáttur í umsjá vinar míns Criss Angel sem er töframaður sem kann að fljúga, galdra dúfur, fatta hvað þú ert að hugsa, dáleiða fólk og keyra mótorhjól.
Eins og skilst af lýsingunni hefur Ásdís óstjórnanlega gaman af þessum þætti.
(reyndar, svona grínlaust, þá vill hún bara horfa á einhvern helvítis þátt um einhverja dvergafjölskyldu og hvernig þessi samheldna fjölskylda tekst á við þrautir nútímasamfélagsins...djöfuls væl). En ég tek það ekki í mál, heldur slæ hendinni í borðið og skipti yfir á Criss Angel eins og sönnum karlmanni sæmir. Svo set ég lappirnar upp á borð og skipa Ásdísi að smyrja handa mér P.B. Jelly samloku í hvelli.
...

Tíminn líður massívt. Þetta er eiginlega út í hött, eða aus im hut.
Börnin bara orðin fullorðin og farin að smyrja sér sjálf. Já Geir, það er ekki hægt að ætlast til að þau búi heima alla tíð. En Fríða, hvers á ég að gjalda.

Ókei, þetta er komið út í rugl.

Bæ.

6 Comments:

At 5:46 AM, Blogger AnnaKatrin said...

Ég er byrjuð að gera skipurit yfir möguleika sörpræssissins. Best að gera kannski líka reiknilíkan og hnattlíkan. Maður verður að vera viðbúinn.
Kem með kút og kork.
Mér finnst cherry og vanilla kók ógeð.
Dreymdi að ég tók hvítt dóp í nótt. Eða réttara sagt saug ég það upp í munninn í gegnum eitthvað rör...
Kannski af því að Antony jr. í Soprano var að gera það í Sopranos þættinum í gærkvöldi.

Ást og friður.

 
At 11:44 AM, Blogger Gudmundur Arni said...

Keyptir u ekki stuffing i poka og tronuberjasosu i litratali fyrir kalkuninn

 
At 1:35 PM, Blogger Lara Gudrun said...

Vonandi er J.T. miðinn ekki minn :)

Ótrúlega stolt af thanksgiving máltíðinni... skildist reyndar á Ásdísi að það væri hún sem væri að fara elda?

Big World Little People er einstaklega leiðinlegur þáttur.. sammála þér þar.. Criss Angel fær mitt atkvæði :)

 
At 3:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég hef sko alveg dottið inn í Big World Little People, kannski ekki skemmtilegasti þáttur í heimi en ég get sko alveg dottið inn í hann, eins og allt annað:)
Hvaða skot er svo á skó og töskukaup Ásdísar. Maður getur ALDREI keypt of mikið af skóm né töskum!!!!

 
At 4:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Hey þið útlendingar,á Íslandi þar sem ég á heima er besti þátturinn hann er með fersku körlum sem kalla sig Spaugstofan. Þeir fá mitt atkvæði.

 
At 12:53 PM, Blogger Gudmundur Arni said...

Eg hallast nu frekar i ta att ad Doddi hafi gaman af dvergunum.

 

Post a Comment

<< Home