Bréf frá bitra kvörtunarmanninum.
Þetta er eiginlega út í hött.
Það vita margir að það gengur yfirleitt ekki hnökralaust fyrir sig að koma sér fyrir í öðru landi. Þeir sem voru svo heppnir að fylgjast með bloggskrifum mínum um það leyti sem ég var að koma mér fyrir hér í USA geta staðfest það.
Það sem er hins vegar fáránlegt, er að vesenið hefur ekkert minnkað!
Það líður varla sá dagur sem ég þarf ekki að vera að vesenast í einhverju helvítis kjaftæði.
Tökum stikkprufu úr núverandi ástandi.
1. Dyrabjallan er ónýt. Leigusalinn er með vesen og ef ég þekki hana rétt þá mun það taka a.m.k. 2 mánuði að koma bjöllunni í lag, þ.e. svo lengi sem ég passa mig á því að röfla í henni í hverri viku, sem b.t.w. er einkar hressandi og skemmtilegt...
2. Það er búið að leka úr baðinu úr íbúðinni fyrir ofan niður í eldhúsið hjá okkur síðan við fluttum inn. Ég er einungis búinn að kvarta ca. 20 sinnum síðan í ágúst. Ein afleiðing lekans er sú að gifsplatan í loftinu í eldhúsinu hjá okkur beint undir lekananum er orðin brún og viðbjóðsleg. Í gær kom svo lítill mexíkani (ekki með som, sombrero) og tók gifsplötuna ljótu og planið er að við fáum nýja "eins og skot". Í augnablikinu er fallegt gat í eldhúsloftinu. Nú getum við með engri fyrirhöfn horft á botninn á baðkarinu úr íbúðinni fyrir ofan og gripið dropana sem leka með munninum. Svalandi.
Mér finnst einkar sniðugt hjá leigusalakonunni að skipta bara um gifsplötu en gera ekki við lekann. Fín framtíðarlausn.
3. Við erum nýbyrjuð að fá póst. Við höfum þurft að sækja hann út á pósthús síðan við fluttum inn vegna þess að elskulega leiguvinkonan okkar nennti ekki að setja upp póstkassa sem ameríski pósturinn sætti sig við. Tók bara 2 mánuði að kippa því í lag.
4. Ég fór á spítala snemma árs. Ég er með heilsutryggingu sem koverar það, nó prob. Nema hvað, að spítalinn skrifaði reikninginn á tryggingarfyrirtækið eitthvað vitlaust, og þ.a.l. er ég nýbúinn að fá bréf frá innheimtustofnum sem segir að ég skuldi einhvern helling. Þeir séu búnir að senda mér fullt af viðvörunum o.s.frv. (sem b.t.w. voru allar sendar í sumar þegar póstkerfið var í enn meira fokki en það er núna, og þ.a.l. sá ég aldrei neitt af þessum bréfum.
Þá er ekkert annað að gera en að hringja í spítalann, tryggingafélagið og innheimtugeðsjúklingana og greiða úr málunum. Það tekur enga stund.
Eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á, þá er ég rétt í þessu að fara að skjóta mig.
Ég á bara enga byssu. Vesen.
Ég velti fyrir mér hvort þetta sé eins hjá öllum öðrum í öllum löndum eða hvort þetta sé bara ég...
Er dass af sveppatei kannski lausnin?
5 Comments:
Taktu bara "I'm full of this! Do you know who I am?...Al Pacino" á þetta. Þá leysist þetta allt eins og skot...
fara bara i bingo. Thad slaer vanalega a allan sarsauka.
Sa Skoski
Dvergaklam er vist ahrifarikt vid tessar adstaedur. Svo er lika haegt ad flytja aftur, tu hefur nu bara gaman ad tvi.
Þakka góðar ábendingar.
Eru þetta afleiðingar hins Ameríska einkaframtaks... eða kannski framtaksleysi
Post a Comment
<< Home