Nú er Þakkargjörðarhátíðin yfirstaðin og tókst hún sérstaklega vel hjá okkur þótt ég segi sjálfur frá. Ma, Pa og AKÞ komu í heimsókn og skemmtum við okkur sérstaklega vel saman.
Hér má sjá hin fimm fræknu eftir kvöldmat fyrsta kvöldið.
Á Þakkargjörðardaginn elduðum ég og Ásdís kalkún eins og við hefðum sjaldan gert annað. Var það samdóma álit þeirra sem á kalkúninum smökkuðu að við værum snillingar, sem er rétt.
Hér að neðan má sjá undirritaðan í hefðbundnum kokkagalla að leggja síðustu hönd á kalkún fyrir hitun.
Ásdís ætlaði að borða kalkúninn hráan eftir að ég gaukaði því að henni að ég hefði falið eitt lærahár inni í kalkúninum.
Hér að neðan má sjá Ásdísi að missa sig úr spenningi rétt eftir kalkúnahitun.
Hér má svo sjá mig í fallegustu módelpósunni minni. Takið sérstaklega eftir bringuhárunum.
Hér má sjá föður minn drepa kalkúninn með stungu í hjartað.
Faðir minn vildi endilega fá að skera kalkúninn líka. Það hafði ekkert með það að gera að ég kann ekkert að skera kalkún.
Góðir gestir komu og átu matinn okkar. M.a. Gunnar Tómasson og stórfjölskyldan hans.
Þegar tími kom til að eyða peningum var forsetinn bara sendur í golf og þá gat kvenpeningurinn verslað af sér rassgatið eins og ekkert væri. Ég fékk svo þann ábyrgðarmikla starfa að passa upp á að dömurnar féngu ekki í axlirnar við að halda á pokum. Var það samdóma álit kvenna að ég hafi staðið mig með prýði og að ég væri snillingur, sem ég er.
Hér hvílir AKÞ lúinn bein milli kaupa. Hún er þó ekki of þreytt til að smella sér létt í einn Blue Steel.
Hér skoðar Ma tösku á meðan Ásdís einbeitir sér að öðru.
Skoði skoði.
Aftur sýnir AKÞ tilþrif og rennir sér létt í einn laufléttan Blue Steel. Ásdís hættir sér ekki út á þann hála ís og lætur brosið duga.
Fólk átti erfitt með að trúa sínum eigin augum...en það var ekki um að villast, AKÞ spreðaði í enn einn Blue Steel.
Við skelltum okkur líka stundum út að borða.
Hér gæðir Valdi Jóns. sér á jarðarberi.
Unga fólkið fór út á galeiðuna.
Valdi Valda, svalasta heimasneiðin á svæðinu.
Það sem mér fannst hins vegar skemmtilegast við þessa daga, fyrir utan að njóta samvista við gestina (verð að vera p.c.), var að fara með liðinu í neðanjarðarlestina. Það er bara eitthvað svo skemmtilega öfugt við að sjá gull- og pelsafólk í lestinni.
Græna fólkið í lestinni.
Einnig skelltum við okkur á skemmtisýningu með skrýtnum mönnnum sem kunna ekki að brosa né tala. Svo eru þeir einnig skrýtnir á litinn og með engin eyru. Mamma og pabbi voru auðvitað ekki í rónni fyrr en þau fengu mynd af sér með þeim.
Að lokum er hér önnur mynd af ma og pa, bara af því að þau eru svo sæt.
3 Comments:
good picture
ég er hræddur við þennan gaur.
Svo hraeddur ad tu ert haettur ad bloga.
Post a Comment
<< Home