Doddi í Brooklyn

Friday, June 27, 2008



Nú er ég ekki þessi týpíski fjörfisksmaður.

Altsog, ég fæ aldrei fjörfisk.

Ekki frekar en hausverk, vélindabakflæði eða sinadrátt.

Þetta eru allt konsept sem ég er blessunarlega nánast alveg laus við.

Þangað til á Sunnudaginn síðasta.

Ég er nefnilega búinn að vera með fjörfisk í ofanverðu hægra augnlokinu síðan á sunnudaginn...

Er það eðlilegt? Fjörfiskur í 6 daga samfleytt...

Eða er ég kannski bara svona sérstakur og heppinn?

Kannski breytist fjörfiskurinn í sinadrátt á næsta sunnudag og verður þannig í viku...

Svo stanslaust bakflæði vikuna á eftir...


Maður spyr sig.

1 Comments:

At 8:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Vá á neðstu myndinni er eins og þú sért með hundaæði.

Kv Sá danski.

 

Post a Comment

<< Home