Dauðasturlun andskotans.
Ég er að snappa.
Við erum að leita að íbúð vegna þess að við erum búin að segja þessari upp. Búin að fá nóg af útihurðarskellstitringi og gestalátum á ganginum.
Við erum búin að skoða í kringum 20 íbúðir á 3 dögum. Alveg í ruglinu. Flestar íbúðirnar í þvílíku tjóni. Maður er náttúrulega ekki með neinn eðlilegan standard heldur, komandi frá fátæka Íslandi.
Ásdís var reyndar mjög spennt fyrir íbúðinni þar sem var miði framan á bakarofninum sem á stóð: "Remember to take the trap out before you turn this shit on". Ekkert músavandamál þar. Gott líka að ég segi að Ásdís hefði ekki viljað þessa íbúð, vegna þess að ég er náttúrulega svo mikill nagli að mig hefði ekkert munað um nokkrar mýs. Right.
Hvað um það, við gefumst ekki upp. Áfram Ísland. Svo mættum við líka Simma og Jóa um daginn í mollinu. Ásdís klikkaðist auðvitað og varð að fá eiginhandaráritun á brjóstin. Klassískt hún. Ég hélt þokkalega kúlinu. Enda var ég einu sinni æst frægur í æst frægri hljómsveit þannig að ég er alveg vanur að vera innan um selebritís. Whatup Kanye.
4 Comments:
Hæ doddi...
Takk fyrir spjallið í Prudential mollinu.
P.S djöfull áttu sæta kærustu...
P.P.S Í Svörtum Fötum er ekki söm eftir að þú hættir
pís
Simmi&Jói
Yo D...
Thanks for hangin out...you are the coolest...
Kanye
og á morgun skín maísól......
Auður Laxness
rosa dularfullt eitthvað, þau hafa öll farið í tölvuna á sama tíma... ábyggilega rosa æst yfir því að hafa hitt þig.
Vona að það hafi gengið vel á sunnudaginn.
njóttu dagsins
ak
Post a Comment
<< Home