Doddi í Brooklyn

Wednesday, March 01, 2006

Ég er illa sjúkur.
T.d. í græjur og drasl.
Mig langar t.d. æst mikið núna í nýtt sjónvarp.
Ekki af því að ég er alltaf að horfa á sjónvarpið eða að sjónvarpið sem við eigum sé eitthvað lélegt. Nei, nei, bara af því að ég er tvitt.
Sem er skemmtilegt.

Nú mun senn reyna á steríótýpíska húsmóðurhæfileika vistmannanna á 39 Bay State Rd.
Þannig er mál með vexti að það þarf að sauma merki og nafnspjald á glæsilega karatebúninginn minn svo að karatefólkið geti ávarpað meistara sinn með viðeigandi hætti (þ.e. Lol eða Paul).
Ásdís fer hins vegar til Englands á vit ævintýranna nú á föstudagsmorgun sem þýðir að saumatími er af skornum skammti fyrir hana.
Þýðir þetta að ég muni senn setjast niður og sauma?
Það skyldi þó ekki vera að maður skelli í eina lopahosu í leiðinni. Maður spyr sig.

2 Comments:

At 10:41 PM, Blogger Ásdís said...

"...eða að sjónvarpið sem við eigum sé eitthvað lélegt..."

Neinei...það er bara ónýtt....heppinn varstu...

 
At 7:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Mig minnir að sjónvarpið ykkar hafi verið drazl.

Fjarstýringin var líka í rugli.

Til lukku með nýja imban.

El Ello

 

Post a Comment

<< Home