Doddi í Brooklyn

Tuesday, April 25, 2006

Hæ.
Ég var rétt í þessu að fá mér mjólk og súkkulaðikex.
Sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég fékk mér mjólkina og kexið til að reyna að losna við hvítlauksbragð dauðans sem ég var með í munninum eftir að hafa etið dýrindis hvítlaukspasta ársins.
Þetta fór eigi betur en svo að nú er ég með ógeðsbragð dauðans uppi í mér. Hvítlauksbragðið hvarf sem sagt ekki og því er ég með magnaða blöndu af hvítlauks-, mjólkur- og súkkulaðibragði uppi í mér.
Sem er skemmtilegt.

Hvað um það.
Kannski vita einhver ykkar að það er frekar erfitt að verða ríkur á því að spila djass. Þá sérstaklega hér í vesturheimi, þar sem helst er ætlast til að maður borgi með sér til að fá að spila.
Mig langar að sýna ykkur lítið dæmi.
Hér er fjöldapóstur sem ég fékk frá djassskrifstofunni (það er ekki oft sem ég fæ að skrifa orð sem hefur 3 ess í röð, stórkostlegt!) í skólanum í dag:

The bar/club "An Tua Nua" in Kenmore Square is looking for musical and/or comedy acts. They need 3 or 4 acts for every Tuesday night starting at 8:30pm.

Admission for the show is $7 (performers are not charged). Audience members are asked at the door which group they're there to see, and the groups earn money based on how many people they bring in. Performers get $3 a head for the first seven audience members they bring in, and $1 for each audience member beyond that.

There is no piano at the venue, but they can provide a microphone, PA, and power (for amps, keyboards, etc).

If you're interested, please contact Phil at laertesxliii@hotmail.com or Greg at braggingtochildren@gmail.com.

"Performers are not charged" - þvílík fríðindi! Ókeypis inn fyrir mig!
Plús að ég gæti jafnvel unnið mér inn 25 dollara fyrir kvöldið!

Hvað get ég sagt...framtíðin blasir við mér.

5 Comments:

At 6:54 PM, Blogger AnnaKatrin said...

jamm, hef heyrt af þessu kerfi t.d. á Bretlandseyjum und im Deutschland, þ.e.a.s. að gestir séu spurðir við inngang hvaða hljómsveit þeir séu komnir til að upplifa.

Annars held ég að þú yrðir ábyggilega góður sölumaður líftrygginga. Og maður þarf nú stundum að hafa fyrir draumum sínum... fórnir, forgangsröðun og fokkit.

bestu kveðjur til þín bróðir bestaskinn.

 
At 9:09 PM, Blogger Gudmundur Arni said...

Éta steinselju (parsley) við hvítlauksóbragði eyðir því að hluta.
Skrítinn samsetning hvítlaukur og súkkulaðikex. Svipað og normalbrauð með smjöri, súkkulaðikexi, toppað með osti og hitað í u.þ.b. 30 sek.

 
At 9:56 AM, Anonymous Anonymous said...

bjössi:

stattu þig strákur

 
At 10:00 AM, Anonymous Anonymous said...

Ásast allur upp ! what the fuck is that supposed to mean ?

kveðja,

túrhausinn

 
At 12:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Alveg rólegur Ási minn. Ég var ekki að tala um þig, þótt að þú sért ofarlega í huga mér á hverjum degi.
Bestu kveðjur,
Þorvaldur

 

Post a Comment

<< Home