Doddi í Brooklyn

Tuesday, April 11, 2006

Ef ég er ekki hressasti tappinn á svæðinu, þá veit ég ekki hvað.
Ákvað að smella mér á eina matareitrun svona til að lífga upp á skammdegið.
Ótrúlegt hvað það getur verið gaman að vera á spítala.
Vona að ég sé að taka út veikindi fyrir restina af lífinu þessa önnina, en eins og glöggir lesendur vita, þá fékk ég hressandi heilahimnubólgu fyrir nokkrum vikum og fékk þá að kynnast yndislegu starfsfólki spítalans. Því voru miklir fagnaðarfundir er ég snéri aftur í gær með magaverk, drullu og hita.
Nú er ég hins vegar kominn heim, enn með drullu, en minni magaverk og hita.
Ekkert stress, veriði hress og bless.

2 Comments:

At 12:06 PM, Blogger Gudmundur Arni said...

Örugglega allt peanutbutter m&m og skittlesið sem þú slátraðir á laugardaginn. Ég sagði þér að peanutbutterið væri viðbjóður.

 
At 2:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er búinn að fatta þetta. Þetta var að sjálfsögðu Reese's Cup ógeðið sem þú tróðst oní mig (eða sem ég tróð oní mig...)

 

Post a Comment

<< Home