I'm going slightly mad...
Það er kreisí sumarsturlun í gangi þessa dagana.
Búið að vera í kringum 20 gráður, heiðskírt og sól síðustu 3 daga. Þetta er náttúrulega bilun.
Hvað um það. Við erum enn í íbúðaleit. Eigum sérlega erfitt með að taka ákvarðanir... Að minnsta kosti ég.
Vorum eiginlega búin að ákveða. Þá kemur auðvitað ákkúrat eitthvað annað upp og þá fer maður að spyrja sig hvort það sé betra og svo framvegis og svo framvegis. Við erum semsagt í tómu íbúðatjóni þessa dagana en vonum að það fari nú að birta til fyrr en síðar.
Jóel finnst I'm going sligthly mad vera gott lag. Það finnst mér ekki. Þetta er ekki aprílgabb.
Gleðilegan 1.apríl.
Allir að reyna að gabba mig í kommentakerfinu, ókei?
Gelbe Schuhe.
Ps. Það kom upp smá misskilningur í kommentakerfinu hér að neðan um að maðurinn á myndinni væri faðir minn. Ég vil taka það fram að það er ekki svo. Þessi maður er bara einhver útlendingur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home