Doddi í Brooklyn

Sunday, December 17, 2006

Þetta er u.þ.b. það jólalegasta sem hægt er að sjá í Boston þessa dagana...


(ef vel er að gáð má sjá að þetta er einungis hálft jólatré sem stendur upp við vegg...)
Fyrir utan þetta, þá er eiginlega ekkert jólaskraut og ekki rass jólalegt hérna, enda er það erfitt þegar hitinn er ca 15 gráður dag eftir dag... hrumpf og soss. Veturinn kemur á vitlausum tíma hér í Boston. Hann kikkar vanalega hresslega inn í janúar og er svo ekkert að fara fyrr en í maí, sem er móri altsog.
Við fórum hins vegar í hið glæsilegasta matarboð til LGG í kvöld og þar fengum við vænan skammt af lambakjéti, Svölu, Ruth vinkonu minni og Bó, kyrjandi ódauðlega jólasmelli sem enginn getur fengið leið á.
Reyndar fannst mér það bara gaman. Ég þakka samt fyrir að þurfa ekki að vera á Íslandi í desember og þjást dag eftir dag með þetta í eyrunum...maður er ekki mjög lengi að fá nóg...en við eigum örugglega eftir að fá okkar skammt þessa fáu daga sem við verðum heima fyrir jól.
Áfram jól.

Bis spaater...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home