Doddi í Brooklyn

Monday, June 30, 2008

Var að þrífa.

Það var ekki búið að þrífa hérna í 13 ár og það var allt orðið viðbjóðslegt.

Ég þreif m.a. klóstið.

Ég þríf vanalega ekki klóstið. Ásdís gerir það yfirleitt.

Ég held ég hafi kannski þrifið klóst einu sinni áður.

Hvað um það.

Þegar ég var búinn að þrífa klóstið og horfði á það elskandi og aðdáunar augum, glansandi að innan sem utan, ilmandi eins og ferskur andvari vetrarmorgunsins í Lech, fann ég fyrir sérstakri tilfinningu.
Mér leið eins og nýbökuðum föður sem var nýbúinn að baða barnið sitt í fyrsta sinn.

Maður á jú ekki að neita tilfinningum sínum.

Eða er ég eitthvað að mis?

3 Comments:

At 5:08 AM, Blogger AnnaKatrin said...

Ég reyni að skilja þessa tilfinningu en ímynda mér að hún vakni bara þegar ég er búin að taka eyrnapinnann í öll skúmaskot klósettsins, eins og á lamir klósettsetunnar.

Nærveru þinnar er saknað.
ak

 
At 3:41 PM, Blogger Unknown said...

... þú horfðir á klósettið og þér leið eins og nýbökuðum föður sem var nýbúinn að baða barnið sitt í fyrsta sinn ...

Þetta kemur ansi vel út svona úr samhengi.

 
At 6:21 AM, Anonymous Anonymous said...

Þú átt afmæli í dag, 4. júlí.
Til hamingju með það!
kv. Laufey Lind

 

Post a Comment

<< Home