Doddi í Brooklyn

Friday, March 03, 2006

Siðfræði 101. Hagfræði 101. What the 101.
Hér kemur löng færsla, spurning um að hræra í túnfisksalat áður en lesning hefst, sem er b.t.w. að sjálfsögðu þess virði.
Ókei, þið munuð aldrei trúa þessu. Ég veit ekki hvort ég sé geðveikur eða tregur eða hvað. En eitthvað er það.
Eins og sumir lesendur vita frá Ásdísarblogginu, fór ég í gær og verslaði nýtt stórglæsilegt risasjónvarp að hætti sannra ameríkana. Þessi kaup voru eigi gjörð að ástæðulausu því að fyrir nokkrum dögum (mér til mikillar armæðu) bilaði gamla sjónvarpið okkar, sem þýddi að ég var neyddur til að fara og kaupa nýtt. Bilunin lýsti sér þannig að það var annað hvort massívur draugur sem flaug stöðugt yfir skjáinn og brenglaði litina, eða þá að öll myndin var bara brengluð. Þá skipti engu hvort horft í gegnum DVD spilarann eða afruglarann.
Svo eftir að ég kem heim með nýja gullprinsinn og set hann í gang, þá er bara myndin nákvæmlega jafn brengluð og í gamla sjónvarpinu, hvort sem horft var á DVD eða afruglarann.
Var ég orðinn geðveikur??? Ringlun, kalt vatn á enni, skil ekkert o.s.frv.
Heldurðu ekki að þá komi í ljós að bæði DVD spilarinn og afruglarinn voru í ruglinu! Er þetta tilviljun andskotans eða hvað!!!
Gamla drazzzzlið er þá ekkert bilað eftir allt saman! Auðvitað datt mér ekki í hug að bæði DVD spilarinn og afruglarinn hefðu bilað á sama tíma!
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST
Ég búinn að kaupa sjónvarp drauma minna sem kostaði mig allar skólabækurnar mínar og háskólagöngu barna minna.
Nú eru góð ráð fok. Dýr altsog.
Auðvitað langar mig ekki rasssssgat að skila nýja sjónvarpinu...uhuuuuuuuuuuuuuuuuu, tvö grenj.
Maður er bara svona helvíti hress...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home