Doddi í Brooklyn

Saturday, April 29, 2006






Í gær fórum við, ásamt vinum góðum, Margréti, Guðmundi og Hrafnkeli, í daglanga verslunar-, útsýnis- og skemmtiferð til ókunnra smábæja hér norðan við Boston.
Við hófum ferðina að sjálfsögðu á því að koma við á tveimur ómissandi stöðum er haldið skal í langferð: Makkdónalds og Dönnkindónötts. Fátt betra til að safna í góðan fretdauða en makk og dönkinn. Enda fátt skemmtilegra en að sitja daglangt í bíl fullum af kúkalofti. Einnig drógu Margrét og Guðmundur upp íslenskan lakkrís, bara svona til að hafa smá fjölbreytni í lyktinni...
Frískandi.
Fullyrða má að stemmningin í hópnum hafi verið gríðarleg og að hún hafi náð hámarki er við skoðuðum, að beiðni Gumma, Strawbery Banke, einn faldasta gimstein Norður Ameríku.
Strawbery Banke er safn, ekki ósvipað Árbæjarsafni. Vantaði bara gömlu konurnar sitjandi að prjóna og bakandi vöfflur. Kannski ekkert skrýtið að þær hafi vantað í ljósi þess að safnið var lokað...
En hvað um það...
Stemmningin náði nýjum víddum er við keyrðum inn í eitt rosalegasta afsláttarbúðaþorp sem við höfum nokkurn tíma komið í. (hver hefur ekki komið í óteljandi afsláttarbúðaþorp...) Nema hvað, að þarna setti ég persónulegt dagverslunarmet. Ég keypti mér sex boli, eina skyrtu (Calvin Klein að sjálfsögðu), eitt bindi, Ray Ban sólgleraugu, tvenn pör af Puma skóm og stuttbuxur. Annað eins magn af drasli held ég ekki að ég hafi keypt mér á einum degi áður.
Svo í dag, til að lina samviskubitið yfir spreðingnum í gær, skellti ég mér aðeins í ódýru Armani búðina hér í Boston og keypti mér alveg hræódýrar gallabuxur. Og nú líður mér miklu betur.
Ferðin endaði hins vegar vel á einhverjum frönskum restaurant þar sem Guðmundur fékk sér froskalappir. Ég hafði aldrei séð slíkt áður og fannst þær líta sláandi viðbjóðslega út.
Svo í lokin, þá langar mig að deila með ykkur litlu smáræði.
Eins og sumir vita, þá byrjaði ég að vesenast í tækvondó um daginn.
Í dag lærði ég eitthvað það fallegasta sem ég hef nokkurn tíma lært.
Nefnilega að slíta eyrun af fólki.
Mér fannst það sniðugt og bráðnauðsynlegt fyrir alla að kunna.
Passiði ykkur bara.
Doddi.

4 Comments:

At 9:10 PM, Blogger Ásdís said...

Hæhæ, ér að kommenta...

 
At 10:50 AM, Blogger Gudmundur Arni said...

Þessar froskalappir gætu eins verið lappirnar á þér eftir of marga ljósatíma.

Ég er kominn með árspassa á Strawbery Banke.

 
At 11:59 PM, Blogger Ásdís said...

En sniðugt Gummi, ég var einmitt að hugsa um að kaupa árspassa handa Dodda í afmælisgjöf....rakst á svona tilboð: árspassi og frí upphleypt mynd af Strawberry Banke í kaupbæti....

 
At 11:12 AM, Blogger Gudmundur Arni said...

Hvað varð um brunch-ið...
Ég er nefnilega kominn með leið á að læra.

 

Post a Comment

<< Home