Doddi í Brooklyn

Tuesday, January 22, 2008

Meira bíómyndavæl.

Var að sjá Once á vídjó og er hún helber snilld. Músíkin alveg frábær. Meirasegja það góð að ég snáfaði í snatri á amazon og keypti sándtrakkið. Sem gerist aldrei. Ég kaupi mjööööög sjaldan geisladiska, því síður sándtrökk. Það er líka miklu þægilegra að stela því bara á netinu.

Hvað um það, allir virðast vera hressir á Íslandi þessa dagana heyrist mér. Pólitíkin og handboltinn að gera fína hluti.

Svo ætla ég að fara að baka bananabrauð á eftir svo að bananarnir fari ekki til spillis. Það viljum við nú ekki.

Jæja, allir að drífa sig að fá sér ónýtan mat, alveg kominn tími á það.

2 Comments:

At 12:08 AM, Blogger Lara Gudrun said...

Handboltinn er kannski ekki alveg að gera bestu hlutina en ykkar er samt saknað hérna við skjáinn að öskra áfram ísland ;)

Hlakka til að sjá ykkur eftir tvo daga..
Lára

 
At 6:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ frændi, verð að fá uppskrift af bananabrauði. Hef verið á leiðinni að baka svoleiðis síðan í grunnskóla en ekki fengið mig til þess enn og kenni uppskriftarleysi þar um.
Annars bara góðar kveðjur til ykkar.
kv Laufey Lind

 

Post a Comment

<< Home