Doddi í Brooklyn

Wednesday, February 05, 2003

...
Glóðvolgur

Ból

Nei, ég segi nú bara svona, mér fannst þessi orð bara vera svo gammel og fín.
En það er önnur saga og lengri.
Það er voðalega lítið annars spennandi að gerast.
A.m.k. sem ykkur finnst spennandi.
Mér finnst alveg spennandi að fara á bókasafnið í skólanum
en ykkur finnst það sennilega ekki.
Núna á ég að vera að skrifa ritgerð.
Ég er ekki alveg að skilja.
Þ.e.a.s. mig, altsog.
Ég sit fyrir framan tölvuna, tímunum saman og geri ekki neitt.
Eða, ég geri alveg fullt, en bara allt nema að skrifa þessa ritgerð.
Núna er ég t.d. að blogga.

Klukkan er orðin hálf tólf og ég á að skila ritgerðinni á morgun.
Ok, sorry, ég veit að ykkur er sama, ég skal ekki tala meir um
ritgerðina.

Mig langar svo æsings mikið á skíði að þið trúið því.
Skíði eru feit.

Það er óþolandi að hafa gröfu, loftbor og 10 vinnukalla í garðinum hjá
sér sem byrja alltaf á fullu klukkan sjö á morgnana.
Það er vont að vakna við hel****s lætin og verra að vakna við það að
kallarnir eru að tala saman alveg upp við svefnherbergisgluggan hjá manni.
Nýtt rafmagn komplett í húsaþyrpinguna.

Ég heyri mjög vel í sjónvarpinu hjá fröken Wood á efri hæðinni.
Um daginn náði Ásdís í mig þegar hún heyrði í henni hrjóta. Ég heyrði það líka
skýrt og greinilega. Fröken Wood er augljóslega með heilbrigt dót þarna sem
hangir niður úr gómnum þarna aftast í munninum og sveiflast.

Gott í bili,
Þorvaldur
Þór
Þorvaldsson
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home