Doddi í Brooklyn

Thursday, January 23, 2003

...
Þetta er bara tóm steypa,
ekkert blogg og bara rugl.
Ég er bara ekki alveg að vera neitt í tölvunni þessa dagana.
Afsakið.

Fyrir þá sem lesa ekki bloggið hennar Ásdísar, þá er hér dass
af upplýsingum.

Við fórum á skauta um daginn, í fyrsta sinn eftir að við komum til Miami saman og
í fjórða sinn samtals eftir að við keyptum skautana ´75 minnir mig. Ég rifjaði upp
gamla takta og gat ekki setið á mér að taka svona eins og eitt 360 og tvö double
spin house roll, enda löngum verið þekktur sem mikill skautamaður.

Við erum líka búin að taka bönns af myndum sem við eigum eftir að
setja inn á netið, en það getur tekið margar vikur að koma því í verk eins og
alþjóð veit.

Í kvöld fórum við á Coldplay tónleika. Aðra Coldplay tónleikana mína á rétt rúmum
mánuði. Þeir sviku engan í kvöld, drengirnir í Coldplay, léku á alls oddi, dönsuðu og
sungu. Svo voru blikkljós og lituð sem settu svip sinn á uppfærsluna.

Nei svona alveg grínlaust, þetta er ekki eðlilegt, mér líður ömurlega yfir þessu bloggleysi
mínu, ég bara hef ekkert að segja, það gerist ekki neitt, ég bara bíð eftir að eitthvað krassandi
gerist svo að ég geti tjáð mig almennilega...

Ég var reyndar að muna allt í einu núna að Sam vildi heldur aldrei hafa kveikt á loftljósinu í
herberginu okkar í þá daga. Þá varð nebblilega allt of heitt inni í herberginu. Ég held að ég hafi
gleymt að segja ykkur frá því í algleymingi ljósafælninnar miklu.

En bíddu bíddu bíddu, hvað er að gerast, hvað er ég að muna...
Hvað haldiði að hafi gerst í gærkvöldi upp í rúmi?

Ok, við vorum að fara að sofa í mestu makindum og hvað haldiði, hvaða komment haldiði að hafi
flogið frá rekkjunauti mínum...
"Þetta ljós á símanum þínum pirrar mig nú svoldið líka"

Neeeeeeei. Ekki þetta.

Búið.
Doddi.
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home