Doddi í Brooklyn

Friday, December 06, 2002

...
Hæ,
síðasti kennsludagur þessarar annar var í dag.
Það var góð tilfinning að ganga úr síðasta
tímanum. Mér leið reyndar meira eins og ég væri
að fara í sumarfrí en vetrarfrí...
Í síðasta enskutímanum, sem var í dag, leið mér
eins og ég væri kominn aftur í grunnskóla. Vondi
enskukennarinn kom í tímann drekkhlaðinn af flatbökum,
gosi, kökum og konunni sinni sem sá um veitingarnar af snilli.
Bekknum var svo tjáð að enskukennarnir fengu ákveðið
skemmti-fjármagn á hverri önn til að gera bekknum glaðan dag...
Þetta var afar hressandi og minnti mig á litlu jólin... eða ekki.

Heute abend ætla ég hins vegar að skella mér í slagverksteiti og
tek með mér dass af harðfiski sem ég ætla að neyða
ofan í mannskapinn. Gott plan.

Svo má ekki gleyma óvæntri innkomu Kela og frúar á sunnudagsmorgun.
Vonandi verða þau ekki of full þegar þau lenda þannig að við getum nú
kannski gert eitthvað saman áður en þau fara um borð í trilluna.
Það er víst helvíti góð loðnuganga í karabíska hafinu þessa dagana...

Í guðs friði,
Doddi.
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home