Doddi í Brooklyn

Sunday, November 24, 2002

...
Þetta er nú alveg hætt að vera spennandi, ha.

Vesenið er allt búið. Enginn brjálaður herbergisfélagi,
enginn sem kúkar í sturtuna, ekkert vesen lengur...
Á morgun fæ ég bílinn sem ég er að kaupa mér og því
hef ég ekkert til að kvarta yfir. Óumflýjanlega verður blogg
mitt minna spennandi fyrir vikið.

Ég er eiginlega að átta mig að ég hef verið í nettu kúltúr-
sjokki fyrstu vikurnar eða mánuðina.
Núna held ég hins vegar og vona a að ég sé búinn að kynnast
mestöllu veseninu sem á mér mun dynja á komandi árum.

Talandi um ekkert vesen, þá skal ég samt segja ykkur frá smá veseni sem
er nú kannski ekkert rosa. Það var þannig að ég keypti mér sjónvarp
á föstudaginn fyrir viku. Þegar ég kom heim með það, þá var það auðvitað
bilað...
Ég þurfti því að böggast í Einari um að fara með mig aftur í búðina og skila
sjónvarpinu.
Það var ákkúrat þegar við skruppum í búðina sem að hjólinu mínu var stolið.
Þannig að þar fékk ég léttan skammt af meríkunni.

Ég er líka búinn að kynnast eldmaurum, eða fireants.
Þeir eru svona riiiiisastórir maurar, eldrauðir og subbulegir.
Þeir eru sennilega eini ókosturinn við þessa íbúð held ég.
Það er nú ekki eins og það sé allt morandi í þeim, en ég
sé svona u.þ.b. 2 á dag. Þá geri ég ávallt allt sem í mínu
valdi stendur til að drepa helvítin því að ég þoli ekki svona
viðbjóðslegar pöddur.
Einnig hef ég þá grunaða um að standa fyrir stærsta biti sem
ég hef nokkurn tíma fengið.
Jú, ég er með stærsta bit í heiminum á framhandleggnum. Það er
svona svipað að stærð og botninn á mjólkurglasi, án gríns.
Kláðinn er í samræmi við stærðina og því er ég allur löððððððrandi
í anti-kláða smyrsli.
Svo er ég líka tvö önnur aðeins minni bit. Eitt á lærinu og eitt á
upphandleggnum.
Ég skil þetta ekki. Ég er geinilega með vinsælasta blóðið á pöddu-
markaðnum í dag...
Samt set ég alltaf á mig einhverja olíu sem á að koma í veg fyrir bit
en allt kemur fyrir ekki...

ummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmarabou.

ble.
D.
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home