Doddi í Brooklyn

Sunday, November 03, 2002

...
Jæja,
eitrun að baki og eintómur hressleiki framundan.
Hress hress hress klukkan sex.
Jú ég er ávallt hress.
Borðaði í dag fyrsta matinn minn síðan á þriðju-
dagskvöld. Það var gott.
Samt drakk ég bara minute maid vegna þess að
nuddkonan mín segir að diet kók sé eitur og að
koffín fari mjög illa í axlirnar á mér. Því ætla ég að
svissa mér létt yfir í eitthvað ferskara eins og t.d.
vatn, djús eða jafnvel íste. Já viti menn, íste!
Þegar þetta er skrifað eru 5 mínútur síðan að ég bragðaði
fyrsta íste-sopann minn.
Jú jú, þetta er ágætisglundur svona á síðkvöldum.
Svo ætla ég bara að halda tombólu með öllu íslenska
namminu sem mér hefur verið sent. Geri ráð fyrir að hafa
svona ca 855 dollara upp úr krafsinu. Það er nebblilega nett
heilsuvakning í gangi í augnablikinu.
Svo ætla ég líka að fara að drífa mig að senda henni ömmu
bréf. Ég held að hún muni hafa soldið gaman að því.
Nú mun ég hins vegar halda ótrauður á vit félagsfræðigyðjunnar
og lesa fyrir félagsfræðiprófið sem ég er að fara í á morgun.

Góðar stundir.
.
.
ps. bíddu aðeins, nú er ég alveg ruglaður, er ekki koffín í ístei?
er ég alveg að missa það?
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home