Doddi í Brooklyn

Sunday, November 17, 2002

...
Jæja, þið segið það...........haaaaaaaaaaaaaa.
Nei, ótrúlegt en satt þá er ég ekki dauður.

Ég er bara búinn að vera netlaus í nokkra daga og
ekki nennt mikið að fara á netið í skólanum. Því hefur
mikið bloggleysi hrjáð mig upp á síðkastið.
Nú er ég hins vegar kominn með tengingu heim og
því er ekkert til bloggfyrirstöðu.

Það er nákvæmlega allt búið að gerast síðan síðast.

Í fyrsta lagi þá komu foreldrar mínir hér í heimsókn
um síðustu helgi.
Það var einstaklega gaman.
Þau veittu mér ómetanlega hjálp við að koma mér fyrir
í íbúðinni sem ég byrjaði að leigja þann 8. nóv, daginn
sem þau komu út.
Við eyddum sem sagt helginni sem þau voru hérna í að
vesenast í íbúðinni. Mamma tók alvarlega íslensku hús-
freyjuna á þetta og þreif allt hátt og lágt, með smá hjálp frá
okkur þrifspasstísku köllunum. Svo fórum við og keyptum snilldar
rúm sem er svona u.þ.b þrisvar sinnum breiðara en rúmið
sem ég svaf í á heimavistinni. Líka aðeins þægilegra. Svo
keyptum við líka matarborð, stóla, sófa, hjól, ryksugu og
fjöldann allan af þarfaþingum sem tóm íbúð þarfnast. Ekki
má gleyma því að pabbi setti persónulegt met í búðarrápi þessa helgi.

Ég er sem sagt búinn að koma mér barasta vel fyrir hérna
í íbúðinni og er ólýsanlega ánægður að vera laus úr "prísundinni"
sem heimavistin var. Íbúðin er algjör snilld. Takk.

Fyrir áhugasama og aðra þá smelli ég hérna nýju heimilifangi mínu
ásamt síma.

7716 sw 56th avenue apt. 2
Coral Gables, Florida,
33143
USA

Heimasími: +1 305 663 3316
GSM: +1 305 491 4823

Svo er ég búinn að díla við fullt af kennurum hérna um að fá
að taka lokapróf í síðustu viku af kennslu í stað þess að taka
þau á prófdögum. Þess vegna kem ég heim í jólin kl 0640 að
morgni 12.des. Þið getið farið að láta ykkur hlakka til...
Ég er að minnsta kosti byrjaður fyrir löngu að láta mig hlakka til.

Samt er þetta allt öðruvísi þegar maður er kominn í íbúð. Mér líður
bara miklu betur núna og er loksins farinn að hlakka almennilega til
að búa hérna. Ég var ekkert alveg að hoppa hæð mína yfir
þessari heimavist eins og sum ykkar hafið jafnvel áttað ykkur
á í gegnum skriftir mínar...
Þegar Ásdís verður komin þá fullkomnast þetta.

Annars var hann Helgi Hrafn góðvinur minn og básunuvirtúós
að skilja eftir skilaboð handa mér á talhólfinu mínu. Það fannst
mér einkar gaman og ég bíð spenntur eftir því að heyra frá honum.
Fyrir þá sem ekki vita þá er hann við lúðranám og
heimsyfirráðsbruggun í Gratz í ríki Austurs.

Að lokum kemur hér síðasta ljóðið í ljóðabálki mínum, BREIÐDALSFJÓLU.
Þetta ljóð er óður til regnsins og lýsir höftum.
Áhugasamir útgefendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband.

SNÚRAN

ER ÉG VAKNA EI Á VORIN,
SUMUM FINNST ÉG HELDUR REIFUR,
EN FRÆNDUR ALDREI SUNGU MÉR SKORIN,
LJÓÐIN ÞAU SEM HÉLDU FLEIRUM EN SEIFUR.


Takk í bili,
Doddoroddoroddorodd.

Ps. Ljóðafegurðin er mín.
Ps2. Til hamingju með afmælið í gær elsku Anna Katrín.
Ps3. Hvað var í öðru og þriðja lagi???
...



0 Comments:

Post a Comment

<< Home