Doddi í Brooklyn

Thursday, November 07, 2002

...
Útlendingarnir hafa bara verið stilltir undanfarna daga
og ég ekkert lent í neinu almennilegu veseni lengi.
Pantaði síma og rafmagn í dag og það var bara ekkert
mál!!! Ég bara trúði því varla!
Kannski ég fái vesen þegar ég fer að panta internetservice
eða kapalinn, það kæmi ekki á óvart en við skulum vona
það besta.
Ég er bara eitthvað á fullu að gera allan andskotann þessa
dagana og því ekki mikið í tölvunni og þar af leiðandi ekki
mikið að blogga.
Hins vegar er helst að frétta að ma og pa koma á föstudaginn
og ætla að hjelpe mig að flytja um helgina. Ég verð að viðurkenna
að ég er farinn að hlakka til að pissa í klósett þar það skiptir
máli hvort maður pissi útfyrir eða ekki og fara að sofa án þess
að þurfa að uppfylla strangar ljósmagnskröfur...
Bless og fullt af stressi í augnablikinu,
doddi.
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home