...
Jú, eins og síðasta færsla sýndi, þá var reiðfák mínum nappað
á mánudaginn. Þegar ég ætlaði í sakleysi mínu að halda heim
úr skólanum síðasta mánudag, þá beið mín, mér til mikillar
armæðu, aðeins sundurklipptur lás og ekkert hjól. Skrambans
ótillllllitsemi barasta.
Ég komst að því að undanfarið hefur verið mikið um hjólaþjófnað
á campus þannig að ég er ekki eini óheppni gaurinn á svæðinu.
Ansi súrt.
Hins vegar er ákkúrat ekkert að frétta af mér núna. Allt í fínu gríni
barasta. Slagverkssamspilskennslukonan mín er búin að bjóða
mér í bólivískan mat sem maðurinn hennar ætlar að elda á
Thanksgiving. Ég er ansi spenntur fyrir því. Svo er skólinn alveg að
verða búinn. Næsta vika endar á miðvikudegi út af Thanksgiving og
svo er bara kennt í eina viku á eftir því. Það styttist því í þessu og í dag
eru nákvæmlega þrjár vikur þangað til ég kem heim. Gaman og glens.
Svo gleymdi ég líka mjólkinni á gólfinu í dag þegar ég fór í skólann,
alveg ótrúlegt. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég kom heim
í kvöld. Mjólkin bara á gólfinu, bara standandi þarna eins og ekkert
væri! Og Lucky charms pakkinn bara opinn við hliðina!
Hneisa segi ég. Já, hneisa. Hneiiiiiiiiiiisa.
Búið.
...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home