Doddi í Brooklyn

Friday, November 22, 2002

...
Ég verð nú bara að segja ykkur eitt!

Þegar ég kom heim í kvöld, settist ég fyrir framan
sjónvarpið. Þegar ég var ég að fletta á milli stöðva,
haldiði þá ekki barasta að ég hafi heyrt hið ástkæra
ilhýra!!! Jú, það er satt, á HBO, stöðinni sem sýnir m.a.
the Sopranos, var þáttur um gamla íslenska kallinn (ég
held að hann heiti Páll) sem ætlar að gefa á sér tittlinginn
á reðursfanið! Þarna var heillangt viðtal við hann ásamt viðtali
við kallinn á reðursafninu líka. Palli talaði sko barasta íslensku
og svo var þetta bara textað! Ég var nú bara svo hissa að ég
átti ekki orð! Sérdeilis fannst mér nú gaman að heyra íslenskt
mál á vinsælustu kapalstöð kanans.´
Áfram Páll.
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home