...
Hæ.
Langaði bara að segja ykkur svolítið.
Ég fór í kvöld ásamt nokkrum góðum Íslendingum í einhvern risa jólagarð
hér ekki svo langt frá sem heitir u.þ.b. SANTA´S ENCHANTED CHRISTMAS
PARK eitthvað.
Þar var fullt af svona jólaveseni, jólaseríur dauðans, jólasveinar, jólabambar
sem áttu að vera hreindýr, jólalög, jóladvergar o.s.frv. Allt var þetta svo sett
upp í svona tívolí-básum.
Það sem kom mér samt mest í jólaskapið voru nokkrir einstaklega jólalegir
básar sem pössuðu mjög vel inn í þetta allt saman og mynduðu hina sönnu
jólastemmningu eins og við öll þekkjum hana.
Fyrst ber að nefna ferðaskrifstofubásinn.
Já það er ekkert meira að segja um hann nema að hann er ferðaskrifstofubásinn.
Ekkert jólavesen, ekkert skraut, enginn jólasveinn og engar jólaferðir neitt sérstaklega,
bara ferðaskrifstofubásinn.
Í annan stað er það John Casablanca´s módelskrifstofubásinn.
Þar gat maður látið taka mynd af sér og vonað svo það sem eftir er að fá símhringingu
um að maður sé næsta forsíðuandlit á Vanity Fair.
Í þriðja lagi og síðast en ekki síst var það rúsínan í pylsuendanum sem setti mig endanlega
í réttu jólastemmninguna: KÍRÓPRAKTORINN!!!
Jú auðvitað, það er ekki almennileg jólastemmning nema að kírópraktorinn fái sinn bás.
Í honum var svona læknabekkur sem fólk lagðist á og fékk hnykki, og á veggjunum héngu plaggöt
með myndum af hryggnum og mænunni og fleiru góðgæti.
Gleðileg jól.
D.
...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home