Doddi í Brooklyn

Friday, November 29, 2002

...
Þá er ég búinn að prófa thanksgiving.

Það var nú ekkert merkilegra en hvað annað.
Ég hélt að þetta yrði einhver æsings át-æsingur,
en sú var ekki raunin. Ég hef nú tekið betur á því
í nokkrum jólaboðunum.

Í gær fór ég í matarmikla bólívíska súpu.
Súpa er víst aðalmálið í Bólivíu og svo hefur verið í
áraraðir. Það er víst enginn matur án súpu þar á bæ.
Súpan bragðaðist afbragðsvel og einnig gæddi ég mér
á einhverjum kínafiskirétti og dassi af sússíi sem hún
Wanda frá Kína kom með. Allt prýðisgott.

Svo skellti ég mér "in the hood" í dag til fjölskyldu eins af
söngvurunum í söngdjasssamspilinu sem ég er í.
Þar voru síðar buxur og leynileg handabönd höfð í hávegum.
Þetta var alveg ekta.
Tvær frænkurnar sem voru 15 og 18 ára voru báðar með ungabörn.
Flestir voru feitir og fínir og þömbuðu vanilla kók óbjóð af miklum móð.
Ég drakk það auðvitað líka og lét á engu bera. Doddi spæjari.
Það var mjög gaman að kynnast þessu og kalkúninn var sehr gut.
...
Ég man ekki hvort ég var búinn að minnast á það við ykkur hvernig
liðið hérna klæðir sig... Ef ég var búinn að því, þá eru þið vonandi búin
að gleyma því og hafið þ.a.l. gott af því að fá smá refresh á það.
Ég var bara búinn að gleyma því hvernig þetta er hérna þangað til ég fór
í bíóið í fyrrakvöld.
Sérstaklega eru strákarnir duglegir við að klæða sig bara einhvern veginn.
Samt er þetta ekki bara það. Það eru bara öðruvísi norm hérna.
Það var t.d. par í bíóinu á deiti. Ég man ekki alveg í hverju hún var því að
það var bara fínt. En gaurinn maður!!! Vaaaaaaaaaaaaaááááááááááá.
Hann var alveg í splúnku nýju glansandi snjóþvegnu galladressi frá toppi
til táar. Vatnsgreiddur og til í allt... Æst töff.
Ætli fólk sé ekkert að pæla eða er því alveg sama? Hvað eru búðirnar að
pæla? Maður spyr sig.

Svo eru það líka skórnir. Það á aðallega við um stelpur. Nær undantekninga-
laust eru stelpurnar í skólanum í einhverjum Panther strigaskóm. Fötin eru alveg
fín og eðlileg, en ef manni verður á að líta niður á skóna, þá er það búið. Það virðist
ekki skipta neinu í hvaða fötum þær eru í, skórnir skulu vera gamlir Panther.

Það er eins gott að ég fæ Séð og Heyrt í pósti reglulega þess til að ég gleymi ekki íslensku
menningararfleifðinni og verði ekki samdauna Lauru og félögum.

Svo er hann Keli síkáti að fara í róður hér í desember og það er aldrei að vita nema
að ég fái þann heiður að villast með hann og frúna um bæinn þveran og endilangan...

Heyrðu já, kemur sér ansi hreint vel fyrir þá sem komast ekki á Coldplay tónleikana
vegna próf-anna og eru að fara að flytja til Miami í janúar - Coldplay munu halda tónleika í
University of Miami 22. jan næstkomandi. Tilviljun skrattans!!!

doddi,
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home