...
Jæja, best að blogga þá barasta.
Þetta thanksgiving er frekar skrýtið finnst mér.
Þá aðallega þessi tímasetning.
Jólin eru alveg að koma en samt er þetta frí haft núna!
Ég meina, ég kem heim eftir tvær vikur!
Sumir krakkar fóru meira að segja heim til sín um helgina
og skrópuðu frá mánudegi til miðvikudags (það er sko frí
frá fimmtudegi til sunnudags). Þeir sem fóru ekki heim um
helgina fóru sko pottþétt í dag. Margir fóru líka í gær þannig
að það var ekki mikið um mætingu í tíma í dag og það virðist
vera alveg samþykkt meðal kennaranna. Því fór ég bara í einn
tíma í dag í staðinn fyrir fjóra. Það var reyndar alveg prýðilegt.
Ég skrapp upp í skóla í kvöld að æfa mig aðeins og ég var eins
og palli var tveir í heiminum. Á hæðinni þar sem undantekningalaust,
hvort sem það sé helgi eða hvað sem klukkan er, er allt fullt af krökkum
að æfa sig, voru aðeins ég og einn annar skynsamur slagverksleikari.
Frekar undarlegt. Þrif-fólkið bara byrjað að þrífa fyrir allar aldir og allt tómt.
Ég held bara að thanksgiving jafnist á við jólin hérna úti. Svona grínlaust.
Ég hef verið að spjalla við krakka sem segja mér að í þeirra augum sé
thanksgiving merkilegra en jólin. Á jólunum er bara djammað og eitthvað
þannig. Thanksgiving er meira svona allir verða hittast og vera rosa góðir.
Eins og áður á nefndist, þá er mér boðið í mat á morgun og líka á föstudaginn.
Á morgun fer ég til slagverkssamspilskennslukonunnar minnar í bólivískan mat
a la maðurinn hennar og á föstudaginn geri ég ráð fyrir að fara alvarlega í kalkúna-
pakkann hjá local fjölskyldu. Ég var að hjálpa einum strák með píanóspil (ekki bjóst
ég nú við að lenda í því nokkurn tíma) og hann var svo þakklátur að hann vildi endilega
bjóða mér í mat á föstudaginn. Það boð byrjar klukkan eitt en boðið á fimmtudaginn
byrjar klukkan fjeeeegur. Ég var sérstaklega varaður við því að mæta mjög svangur
í bæði boðin og ég geri ráð fyrir að það verði setið og etið daglangt. Ég ætti nú
ekki að taka illa í það...
Ég skellti mér hins vegar á nýja Bondarann í kveld og hafði gaman af. Massadella, en
hverju skiptir það þegar Bond á í hlut.
Ég hef hins vegar ekki ennþá farið í bíó hérna án þess að minnsta kosti tveir gemsar
hringi á meðan sýningu stendur. Og þá er aldrei hægt að redda því í hvelli. Ó nei.
Fyrst þarf að finna símann í vasanum eða veskinu. Svo þarf að kíkja á skjáinn og
sjá hver er að hringja. Svo þarf að pæla í því hvort það eigi að skella á viðkomandi
eða bara spjalla við hann. Þeir eru nebblilega soldið í því að vera að rembast við að
spjalla í símann á meðan sýningu stendur. Lífgar upp á myndina...
Svo fékk ég bílinn á mánudagskvöldið síðasta og það er nú aldeilis gott skal ég segja ykkur. Núna get
ég barasta farið út í búð og jafnvel dinglað mér barast líka. Já, það hressir bragakaffið... Eða var
ég kannski búinn að segja ykkur það? Svo fylgir sögunni að bílnum fylgdi líka golfsett skal ég segja
ykkur! Því er aldrei að vita hvort að ég setjist bara í helgan stein og fari bara að einbeita mér að golfinu. Ég er nú
búinn að vera svo duglegur á undanförnum árum að ég held að það sé bara kominn tími á mig...
Svo eru hérna skilaboð til þeirra sem vilja bjóða mér í partí þegar ég kem heim: Bjóðiði mér í partí þegar ég
kem heim.
Ég er ekki búinn að fara í heilt partí síðan Davíð flengdi kúna. Ég get svarið það. Ég er nú ekki beinlínis búinn að
vera að einbeita mér að félagslífinu hérna úti og tæpu þrjú árin áður en ég kom hingað út fór ég í mesta lagi í hálf
og hálf eða einn fjórða partí vegna þess að ég þurfti alltaf að fara að vinna...
Aðgerð aðgerð aðgerð...
Sem sagt, á diskinn minn, kisa.
Ég held að ég sé orðinn ruglaður, of mikið Goggi W., of lítið Óli Kraftganga.
Þangað til næst,
látið ykkur ekki leiðast og takk fyrir komuna;-)
Doddi.
...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home