Doddi í Brooklyn

Friday, December 06, 2002

...
Já halló, hér er ég.
Núna er ég á fullu í prófum og ritgerðaskilum og fleiru skemmtilegu.
Það gengur nú allt barasta glymrandi vel held ég barasta og ekkert
hægt að kvarta yfir því.
Svo fékk ég loksins gigg í kvöld. Það var bara svona dinner spil eitthvað
fyrir eitthvað snobblið á átjándu hæð í einhverjum lúxússal á einhverju hóteli
á Miami Beach. Ég skemmti mér hins vegar stórvel og fékk hvorki meira né
minna en 8500 íslenskar krónur fyrir, samkvæmt gengisskráningunni þann 5. des.
Ég stefni hátt....
Svo er ég með annað gigg á laugardagskvöldið næsta og þá fæ ég heilum 5000 krónum
meira, ég veð í seðlum hérna...

Hvað um það, ég er alveg bráðum að koma heim og kominn fiððððringur í strákinn.
Það er bara eitthvað svo erfitt að komast í jólaskapið hérna í glampandi sól í 25 stiga
hita innan um pálmatrén. Svo kveikir maður á útvarpinu í bílnum og heyrir bara chestnut
roastin´ on an open fire!!! Það er eitthvað sem passar ekki í þessari jöfnu. Því hlakka ég
til að koma á klakann til að komast vonandi í rétta jólafílinginn þrátt fyrir þrálátt snjóleysi...

En þó má ég til með að minnast á eitt. DJÖFULL ER ÉG ORÐINN ÞREYTTUR Á FÁVISKU
FÓLKS HÉRNA UM ÍSLAND!!! Ég meina það, ég er ennþá að fá fáránlegustu spurningar í
heimi hérna. Þetta eru náttúrulega smáatriði en mér er alveg sama. Af hverju ætti einhver að
gera bara ráð fyrir að það sé töluð hollenska á Íslandi? Og ef hollenska er ekki töluð á Íslandi, þá
hljóta tungumálin að vera næstum eins... Nei bara svona út af því bara.
Ég er orðinn þreyttastur á þessum tungumálaspurningum af öllum þeim fáránlegu spurningum sem
ég fæ. Undantekningalaust bít ég í tunguna á mér og svara brosandi að við tölum tungumál sem heitir
íslenska á Íslandi. Auðvitað á ég ekki að gera ráð fyrir að fólk viti þetta en það er bara stundum soldið
erfitt...

Svo er líka svolítið sorglegt að segja frá því að það er grínlaust kennt í barnaskólum hérna í USA
að Ísland sé heitt og Grænland kalt. Ísland sé grænt og Grænland ísilagt. Og þá halda bara
allir að það sé heitt á Íslandi í meiningunni Miami-heitt. Einnig er Ísland skógi þakið samkvæmt
skilgreiningum skólabókanna. Svona 90% af fólki sem ég hef hitt hér hefur minnst á þetta Ísland
vs. Grænland dæmi. Það er heldur ekkert skrítið fyrst að þetta er kennt hér í skólunum...

Ég hélt að þetta væri ekki lengur svona en svo er nú raunin. Fólk virðist ekki vita mikið lengra en tærnar
á sér og virðist sem sumir haldi að Ísland sé vanþróað ríki. Spurningar um hvort að það séu bíó, barir,
eða skyndibitastaðir á Íslandi eru enn algengar...

Svo eru náttúrulega alveg bönns af liði sem veit náttúrulega ekkert hvar eða hvað Ísland er.
T.d. var þjónustukona sem ég var að tala við á hótelinu sem ég var að spila á sem heyrði
á framburðinum mínum að ég var ekki local peyi og spurði mig því hvaðan ég væri. Þegar
ég svaraði, þá horfði hún bara svona ruglingslega á mig og þegar ég endurtók nafnið á landinu
tvisvar, þá bara kinkaði hún kolli og þóttist skilja mig...

Nóg af væli og röfli, ég er farinn að skrifa ritgerð.
Já snautaðu bara!

mista dí inda modafoggin hás...
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home