Doddi í Brooklyn

Tuesday, December 10, 2002

...
Jú komiði enn og aftur sæl.
Það er sosum lítið að frétta nema það að ég er barasta
alveg að verða kominn heim. Er búinn að vera að skvera
prófin af eitt af öðru undanfarið og ávallt gengið prýðilega
held ég barasta. Ég á núna eftir eitt píanópróf og eitt
félagsfræðipróf sem ég fer í á miðvikudagsmorgun.
Um leið og ég er búinn í því prófi verður ei eftir neinu að
bíða fyrir mig þannig að þá bara bíð ég aðeins og dríf mig
svo út á völl og held heim á leið. Ég ætla meira segja að
gera mér lítið fyrir og fragta heim eitt stykki nýjan lúður fyrir
stórvin minn og heimsmeista í lúðurfeyki, Helga Hrafn.

Fyrir ykkur sem munuð hitta mig á meðan dvöl minni stendur
á Íslandi, þá vil ég bara vara ykkur við að ég er ekki rassgat
brúnn og rassinn á mér er bara jafnstór og þegar ég fór.
Makkinn fékk sem betur fer ekki að ráða þar. Svo er ég heldur
ekki búinn aðkaupa mér snjóþvegið gallavesti..............ekki
ennþá að minnsta kosti...

Ummmm, já, svo ég fékk einstaklega skemmtilega heimsókn frá
síkáta sjóaranum (Hrafnkeli, fyrir þá sem ei vita) og Ellu á
sunnudagsmorguninn síðasta. Þau eru að fara í siglingu um
karabísku höfin bláu, ásamt heppnu JÁ-pari og myndatöku-krúi.
Ferðin verður skrásett á myndband í þaula og afraksturinn svo
sýndur á nýju ári á S1.
Það var mjög gaman að hitta þau og kyssa og fá allt nýjasta
skúbbið úr tónlistarbransanum á klakanum.

Bless kegs og jólin koma alveg bráðum og gammel ás kvöld líka,
ég get ekkert að því gert en ég hlakka æst til að sprengja.
Bara hafa það á hreinu Guðmundur.

Bless kegs í annað sinn í þetta sinn.
Doddi, Dottie, Toti, Toddie, Totie, eða bara hvað sem þeim dettur í hug...
...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home