...
Skrapp á hljómleika í kveld með stóra bróður
og Kristni Ottasyni.
Coldplay var það heillin og Ash hitaði upp.
Ash voru svona la la, en Coldplay stóðu sig
svo sannarlega í stykkinu. Frábærir tónleikar
í alla staði hjá þeim og virkilega vel spilandi band.
Komu mér meira seigja í snertingu við fyrsta
snefilinn af jólaskapi fyrir þessi jólin. Þeir enduðu
nebblilega á hinu undurfagra jólalagi "Have yourself
a merry little christmas". Einkar fallegt og snart mig.
Ég fór reyndar soldið hjá mér þegar Pétur var kominn upp
á svið, ber að ofan, en verða ekki allir að sletta úr klaufunum
svona stundum...
Hvað sem því líður, þá er ég í gríðarfílíng á klakanum og hamast
við að skrifa jólakort og kaupa jólagjafir. Svo er ég jafnvel að hugsa
um að skella mér á jólaball á laugardagskvöldið á Broadway, þar sem
uppáhalds hljómsveitin mín verður að spila. Það verður örugglega frekar
undarleg tilfinning...
Annars verðum við bara í bandi, er þæggi...
ble
Dr Dé.
...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home