Komiði öll ævinlega blessuð og sæl. Enn og aftur býð ég ykkur velkomin inn í snúinn heim minn.
Ég fór til Seyðisfjarðar á fimmtudaginn. Þar gerðust margir sniðugir hlutir.
T.d. má nefna kranann sem sat einn úti á grasi og grátbað alla sem gengu framhjá um að stíga um borð og nota sig. Verandi slíkar gæðasálir sem ég og allir aðrir í gleðihópnum sem ég tilheyrði þetta kvöld eru, gátum við að sjálfsögðu ekki annað en látið það eftir honum.
Einnig hittum við hana Maríu Mey í líkneskismynd á hótelinu. Þar sat hún með grátstafinn í kverkunum og því ekki annað í stöðunni en að létta í henni lundina og kippa henni með í glensið.
Í síðasta lagi hittum við skítuga rugguhestinn. Við kunnum nú alveg að höndla slíka skítaklepra og var honum því snarlega og jafnframt réttilega skellt í sturtu.
Fleira var það nú ekki.
2 Comments:
Einu sinni var dapur blár koddi úti á snúru. Hann var í tilvistarkreppu og vildi helst ekki vera til. Þá datt honum í hug að biða fólk um að kveikja í sér sem tók vel í þá bón.
það er alltaf eitthvað á seyði á seyðisfirði! sver það, hef verið þar tvisvar. Ég hélt þú værir að meina rugguhestinn í rauða herberginu á lókalbarnum en honum hefði verið erfitt að koma í sturtu.
er það rétt að ég sjái fullorðinn mann hjálpa maríu? ég sem hélt þetta væru ungdómshjálpsemi... sem einmitt gæti lýst fordómum mínum fyrir fullorðnum. ok bæ.
Til hamingju með daginn gamli :)
Post a Comment
<< Home