Doddi í Brooklyn

Monday, June 05, 2006

Þessa dagana hafa Ásdís og Þorvaldur verið víðförul með eindæmum. Sumir mundu ganga svo langt að segja að þau hafi gert víðreist. Dæmi nú hver fyrir sig. Ýmislegt forvitnilegt og jafnvel sniðugt hefur drifið á daga þeirra. Einnig hafa þau lent í ýmsum háska og ævintýrum fjölbreyttum en alltaf tekst þeim, oft á undursamlega nýstárlegan hátt, að snúa lífsreynslum sínum upp í jákvæða upplifun og oftar en ekki nokk skemmtilega.
Hér á eftir fer stutt lýsing á því sem gerðist í einni af svaðilförum þeim sem þau skötuhjúin fóru í á Hvítasunnudag 2006.

Hér bregða Þorvaldur og Ásdís á leik. Ekkert þarf að óttast því þetta var bara leikur og þau gengu bæði heil til skógar eftir þetta svokallaða "flipp".

Hérna sýnir Rúnar Alexandersson nýjasta bragðið sitt á tvíslánni sem hann kýs að kalla "leynivopnið" en hann vonar að það muni duga honum til verðlauna á næstkomandi ólympíuleikum.

Þorvaldur hefur löngum verið þekktur meðal íþróttafólks sem mikill klifurmaður, enda liðugur eins og köttur. Því má segja að aldeilis hafi hlaupið á snærið hjá honum er á vegi hans varð þessi forláta klifurveggur og að sjálfsögðu gat hann ekki hamið sig og varð að "testa" hann, eins og hann orðaði það.

Að áeggjan Ásdísar, sem, eins og kunnugt er, á rætur sínar að rekja til Netagerðar Westfjarða, snaraði Þorvaldur sér lipurlega upp í þennan netavegg og kannaði þar m.a. möskvastærð og tvendilstyrk (mælieining á styrk nælonþjöppunar í neti).

1 Comments:

At 9:04 AM, Blogger Gudmundur Arni said...

Þvílíkt fjör þvílík gleði. Þú ert ekkert smá liðugur Doddi eftir karatið.

 

Post a Comment

<< Home