Doddi í Brooklyn

Thursday, July 13, 2006

Jó jó jó. Tjekk mí át.
Þannig er mál með vexti að ég er að fara að spila í Fríkirkjunni, föstudagskvöldið 14. júlí kl 21:00. Á þessum tónleikum er ég að spila með þeim Óskari og Ómari Guðjónssonum á sax og gítar, ásamt brasilíska snillingnum IFE TOLENTINO sem syngur og spilar á gítar. Ife er borinn og barnfæddur í Brasilíu og það er mikill fengur fyrir okkur að hafa hann hér. Ekki sakar að hann er með vasana troðfulla af sjóðandi samba- og bossanovatónlist (vel sagt, Þorvaldur). Svo erum við líka nýkomnir úr tónleikaferð um landið og erum þess vegna sérlega vel smurðir og heitir...
...eða bara þéttir og góðir, þið megið ráða.
Við erum sem sagt að spila ósvikna (a.m.k. eins nálægt því og við komumst) samba- og bossanovatónlist sem hreyfir að mínu mati við hverjum sem er, a.m.k. mér.
Vonandi komist þið sem flest.
Svo fylgja hér með nokkrar myndir úr túrnum sem við vorum í.







2 Comments:

At 12:26 PM, Blogger AnnaKatrin said...

himininn er mjög fallegur á fyrstu myndinni.
Kossar til þín og vona að allt hafi gengið vel og verið skemmtilegt. Það er það allaveganna hjá mér. Ást og friður.

 
At 12:27 PM, Blogger AnnaKatrin said...

meinti himinninn... í nefnifalli sko.

 

Post a Comment

<< Home