Doddi í Brooklyn

Wednesday, December 20, 2006

Sökum atburða síðastliðinna sólarhringa neyðist ég til að skipa Icelandair að sjúga minn ramma ristil.
Vélinni sem við áttum að fljúga með til Íslands seinkaði aðeins, eða um u.þ.b. 24 klukkustundir...
Starfsmenn Icelandair í Boston stóðu sig vægast sagt frábærlega og komu upplýsingum um seinkun þessa og allt sem því fylgdi fljótt, skilmerkilega og fagmannlega frá sér til þeirra 200 viðskiptavina sem strandaðir voru í Boston. Starfsfólk Icelandair var jákvætt og með þarfir viðskiptavinanna í fyrirrúmi. Starfsfólkið fann virkilega til með viðskiptavinunum og gerði sitt allra besta til að gera þessa seinkun sem auðveldasta fyrir alla.

...

Og biturðin heldur áfram.

...

Svo fór ég í Bónus í dag og þá kom hættuleg gömul kona og keyrði á mig með kerrunni sinni. Samt ekki óvart, heldur bara af því að það má. Svo horfði hún á mig eins og ég væri fífl og fór.
Við kassann var svo stúlkan sem hatar líf sitt að afgreiða. Í staðinn fyrir að renna vörunum sem hún var búin að skanna í áttina til mín, þá ákvað hún, sennilega til að ná sér niður á veröldinni, að dúndra öllu því sem ég var búin að kaupa í mig. Ég var frekar hræddur en ákvað að segja ekki neitt vegna þess að ég óttaðist að hún bæri túttubyssu eða jafnvel Luger innanklæða og myndi skjóta mig í lærið ef ég segið eitthvað.

Skilur fólk ekki að ég er ekki sami jaxlinn og ég var áður en ég flutti af landi brott 2002? Veit fólk ekki að ég er orðinn viðkvæmur kani sem þolir ekki þetta stress og þennan dónaskap hér á landi???

Maður spyr sig.

1 Comments:

At 12:43 PM, Blogger Lara Gudrun said...

Heyr Heyr.. það er við það að maður fái nett menningarsjokk að koma hingað heim.. og ekki er ég búin að vera nema í fjóra mánuði úti.. heyr heyr..
íslendingar... temjum okkur kurteisi og gott viðmót og tökum jólin á gleðinni :)

 

Post a Comment

<< Home