Doddi í Brooklyn

Tuesday, January 09, 2007

Hvernig er þetta hægt...

Andnauð, hósti, svimi, aumar geirvörtur...(þó ekki blæðandi)

Allt sökum þess að ég fór út að skokka í 20 mínútur...
Maður er í þvílíku formi þessa dagana, það er nokkuð ljóst.

Ég er hins vegar ansi hress með að vera kominn aftur til Boston. Hér er ég í góðu tsjilli þangað til skólinn byrjar á mánudaginn.
Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum, þá verð ég nebblilega óendanlega stressaður í hvert sinn sem ég kem til Íslands um jól. Það fer bara einhver skrýtinn stressgaur í gang og ég verð alveg ómögulegur þangað til jólin eru búin.
Já krakkar mínir. Svona er nú það.

Hér er hins vegar sól og blíða og kann ég gróðurhúsaáhrifunum bestu þakkir.

Ble.

6 Comments:

At 8:35 PM, Blogger Lara Gudrun said...

Gott að vera komin aftur :)
Laus við hausverk, vöðvabólgu, stress og rugl :)

áfram við :)

Hlakka til að sjá ykkur í lunchinum á morgun...stressfreeeeee

 
At 9:01 AM, Blogger Gudmundur Arni said...

Ég held að stressið sé vegna þess að þú ert svo frægur á íslandi og getur því ekki gengið um göturnar án þess að aðdáendur ráðist á þig.
Það er betra að vera hér í Boston og hverfa í fjöldann.

 
At 11:28 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég mundi ekki segja að ég væri beint frægur, meira svona "Legend".

 
At 12:04 PM, Blogger AnnaKatrin said...

Allir maraþon vinir mínir mæla með vaselíni á geirvörturnar.

Til hamingju með að vera í afstressun.
Það var gaman að sjá ykkur skötuhjú eftir jólin.

Ást og friður.
ak

 
At 12:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég minnist þess að hún Anna Katrín systir þín hafi borið tannkrem á efri vörina á mér einhverntíma. Vona að það hjálpi eitthvað..

 
At 8:34 AM, Anonymous Anonymous said...

Jø dude!, Bera vel af jugursmyrsli a pung, nara og geirvortur, svo ekki se talad um a milli tanna. Othaegilegt fa nuningssar a thessum stodum.

Vil annars vekja athygli a thvi ad vera kominn med blogg; www.ellertg.blog.is her i køben.

På gensyn

ellmaster

 

Post a Comment

<< Home