Hæ.
Eftirfarandi er upptalning á nokkrum stórmerkilegum kvikmyndum sem ég hef séð undanfarið og mæli sterklega með að þið athugið.
Í fyrsta lagi er það fyrirlesturinn/heimildakvikmyndin "Inconvenient Truth" þar sem fyrrverandi "forseti" Bandaríkjanna, Al Gore, talar um gróðurhúsaáhrifin.
Þessi mynd er skyldusjón fyrir alla að mínu mati. Virkilega merkileg mynd sem vakti upp margar spurningar í mínum huga um umhverfisvernd og greindi frá mörgum staðreyndum sem ég vissi ekki fyrir. Í hnotskurn erum við (Bandaríkin þá sérstaklega) að skíta illa í okkur í umhverfismálum og ef ekkert verður að gert munu börnin okkar og barnabörn þjást mjög af afleiðingunum. www.climatecrisis.net
Í öðru lagi eru það heimildamyndirnar "Paradise Lost: The Child Murders at Robin Hood Hills" og "Paradise Lost 2: Revelations".
Þessar myndir fjalla um sakamál sem enn er ekki búið að kryfja til mergjar.
Árið 1993 voru 3 ungir drengir misnotaðir, limlestir og myrtir á hrottalegan hátt í West Memphis. Lögreglunni í bænum gekk illa að finna sökudólg og því voru 3 unglingar sem vökt höfðu athygli fyrir sérstakan klæðaburð, ákærðir og dæmdir fyrir verknaðinn. Ég fullyrði að öllum þeim sem horfa munu á þessar 2 myndir mun verða ljóst að þessir drengir eru saklausir. Þeir sitja allir í fangelsi í dag og einn þeirra bíður þess að verða tekinn af lífi.
Ég var orðlaus þegar ég horfði á réttarhöldin yfir þessum drengjum og sá hvernig réttarkerfið brást þeim fullkomlega. Ég fékk það mjög sterklega á tilfinninguna að dómarinn og meðlimir kviðdómsins væru löngu búnir að gera upp hug sinn og biðu bara eftir að fá að koma þessum "skrímslum" bak við lás og slá. Ákæruvaldið hafði basically engin sönnunargögn en það skipti engu andskotans máli. Þessir svartklæddu, þungarokkshlustandi, satanselskandi vandræðaunglingar voru svo annarlega sekir...
Þessi myndi sýnir á mjög augljósan og áhrifaríkan hátt hvenig mannskepnan getur verið ofboðslega áhrifagjörn og fordómafull. www.wm3.org
Í þriðja lagi er það myndin "WAL MART: The High Cost of Low Price".
Þessi mynd fjallar um Wal Mart verslunarkeðjuna sem býður neytendum upp á sérlega lágt vöruverð á kostnað kínverskra þræla og bandarísks lágstéttar vinnuafls sem m.a. neyðist til að vinna ókeypis yfirvinnu ellegar verða rekið.
Þess má geta að fyrirtækið er í eigu ekkju og fjögurra barna Sam Waltons heitins sem stofnaði fyrirtækið. Ekkja þessi og börnin fjögur eru öll inn á topp tíu yfir 10 ríkustu einstaklinga í Bandaríkjunum og einnig eru þau öll inn á topp tuttugu yfir 20 ríkustu einstaklinga í heiminum. Til gamans má geta að þau hafa gefið innan við 1 prósent af eignum sínum til góðgerðamála, á meðan Bill Gates (einungis til viðmiðunar) hefur gefið u.þ.b. 60 prósent af eignum sínum til góðgerðamála. http://www.walmartmovie.com/
Takk fyrir í dag.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home