Doddi í Brooklyn

Monday, February 26, 2007

Yo beibs.

Óskarinn var í gær og var haldin lítill mannfagnaður heima hjá okkur í tilefni af því. Til að gera þessa oft þreyttu útsendingu eilítið meira spennandi, þá settum við upp veðmál þar sem veðjað var á alla flokka. Ég, Jóel, Ásdís og Lára tókum þátt.

Til að gera langa sögu stutta, þá varð Ásdís í fyrsta sæti og ég í síðasta.....

Það er samt allt í lagi, ég er ekkert fúll, ég hef enn mína virðingu og er alveg saman þótt ég hafi tapað....fyrir stelpu....

Hvað um það.

Hér sjóar og snjóar og fólk er á fullu að festa bílana sína hér í portinu fyrir utan gluggann hjá okkur. Það sniðuga er að það virðist enginn hafa nokkurn tíma keyrt í snjó áður, hvað þá fest sig! Vinsælasta trixið hjá flestum er að botna bensíngjöfina og sjá hvort að bíllinn losni ekki bara svona sem snöggvast. Og ef hann losnar ekki, þá er stigið út úr bílnum, skimað í kringum sig, tvístigið einn hring í kringum bílinn, aðeins sparkað í dekkin, svo sest aftur inn í bílinn og bensínið botnað... Needless to say, þá er þetta einkar áhrifarík affestunarleið og fólk losnar ávallt um leið...

Voruði nokkuð búin að gleyma að ég er ekkert fúll yfir að hafa tapað veðmálinu?
Bara að tékka.

Bæ.

Doddi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home