Doddi í Brooklyn

Friday, January 26, 2007

Hæ.
Nú er kalt í Boston.
Í augnablikinu er hitastigið mínus 15 gráður á celsíus en fílast eins og mínus 25 gráður skv. weather dott comm.
Nátengdur þessum kulda úti er kuldinn inni í íbúðinni okkar. Eða skyldi ég segja kuldinn sem var inni í íbúðinni okkar.
Þannig er mál með vexti að það er búið að vera frekar kalt inni í íbúðinni okkar í allan vetur og þá sérstaklega á næturna. Við erum búin að bíða lengi með að tala við leigusalann okkar um þetta vandamál og höfum við reynt ýmis ráð til að halda á okkur hita á næturna, t.d með því að sofa alveg upp að hvort öðru, sofa með sæng og tvö teppi, hafa opið fram á gang áður en við förum að sofa (vegna þess að það er miklu heitara frammi) og ýmislegt fleira.
Svo gerðist það nú fyrr í kvöld þegar kuldinn var orðinn ansi æsilegur og við vorum komin á fremsta hlunn með að hringja í leigusalann, að undirritaður fékk þá kolbrjáluðu, útúrflippuðu hugmynd að skrúfa frá risastóra ofninum sem er í íbúðinni...

Ég er fífl.

En það er allt í lagi vegna þess að núna er heitt og gott hér inni og ég get loksins bloggað nakinn og sveittur aftur eftir langa bið.


Að öðru.

Nú horfi ég á handbolta heima hjá Láru Guðrúnu alla daga og hef mjög gaman af. Ég er spenntur fyrir HM í ár og hlakka til að sjá hvernig okkur mun ganga í þessari keppni. Ég spái því að við komumst alla leið í úrslitaleikinn.
Gaman er að segja frá því að þegar ég og Ásdís förum til Láru að horfa á leiki, þá verðum við stundum smá æst.
Sá skemmtilegi atburður gerðist einmitt í miðjum leik við Túnis að bankað var upp á hjá Láru. Þar var á ferðinni risastór öryggisvörður sem vinnur í götunni hennar Láru. Hann hafði heyrt mikil öskur og barsmíðar á glugga þar sem hann stóð hinum megin götunnar. Lára býr á annarri hæð og allir gluggar voru lokaðir. Sem betur fer var ekki verið að misþyrma Láru og þökkum við öryggisverðinum kærlega fyrir innlitið.

Að öðru.

Við horfðum/reyndum að horfa á kvikmyndina Miami Vice í fyrrakvöld.
Í stuttu máli gáfumst við upp.
Miami Vice gæti hugsanlega orðið versta kvikmynd sem ég hef á ævi minni séð. En það vitum við ekki fyrr en ævi mín verður öll og ég hef borið saman allar myndir sem ég hef séð. Miami Vice er samt komin inn á topp 5 listann minn yfir verstu myndir sem ég hef séð ásamt Hollywood Homicide, Flodder in America og fleiri góðum.

Hins vegar horfðum við á frábæra mynd í kvöld, Match Point eftir Woody Allen. Helber snilld sem vert er að sjá.

Bæ.

2 Comments:

At 7:08 AM, Blogger AnnaKatrin said...

Elsku doddi. Nú hló ég upphátt. Hiti kuldi... kveikja slökkva... fatta ekki fatta....
Ást og friður til ykkar í kuldann.

 
At 3:22 PM, Blogger Unknown said...

Skemmtilegt nokk þá reyndum við Olga líka að horfa á Miami Vice á laugardaginn (eruð þið líka hætt að nenna út á videoleigu og farin að takmarka ykkur við Comcast myndirnar?). Olga fór að læra eftir hálftíma áhorf en ég entist út myndina og sé eftir því. Miami Vice flýgur klárlega beinustu leið á topp 5 listann og situr þar með Tom Cruise smellinum War of the Worlds og fleiri góðum.

 

Post a Comment

<< Home