Hæ.
Ólöf og Gummi komu í heimsókn til Boston um helgina. Þau er alveg fínt skemmtileg og líka hress. Svo kunna þau líka póker og hafa óseðjandi nennu að útskýra reglurnar fyrir þeim sem sljóir eru. (Ónefndur aðili kann þeim bestu þakkir fyrir það.)
Einnig er Guðmundur góður dansari og var hann ófeiminn við að deila sínum bestu múvum með þeim sem læra vildu. Svo prumpar hann líka svo góðri lykt.
Hér að neðan eru myndir frá nokkrum markverðum atburðum liðinnar helgar.
Ásdís bakaði íslenskar pönnukökur.
Ég og Gummi fórum saman rómantískt út að borða.
Nákvæmar ród-tripp rannsóknir voru gerðar. (Ef glöggt er að gáð má sjá að Ásdís snýr snér í áttina að Mekka)
Svo var að sjálfsögðu farið í póker.
Því miður náðist úlf-selurinn ekki á mynd.
4 Comments:
Vá gátu þið ekki keypt aðeins stærrrrrra kort !!! Þetta kort er stærrrra en Lára ;) Pant ekki halda á því ... hehe
Þetta er skipulagningarkortið maður :) eða held ég... hehe svo kaupum við bara svona netta roadbók skipta eftir fylkjum... :)
Mikið rosalega var gaman hjá okkur:)
Hlakka til fara ferðast með ykkur.
Takk fyrir okkur og pönnukökurnar!!
Getur verið að Ásdís sé sofnuð á kortinu ... og ... voðalega eru augum á þér rauð (tromm trommi tromm).
Gummi rómantíski
Post a Comment
<< Home