Doddi í Brooklyn

Sunday, March 04, 2007

Hæ.

Ásdís er í NYC yfir helgina.

Ég ákvað því að flippa massívt út í gærkvöldi.

Ég ryksugaði.

Svo horfði ég á sjónvarpið.

Svo spilaði ég á píanóið.

Þvílíkt frelsi þegar maður er svona einn.

Svo fór ég ekki að sofa fyrr en klukkan 4.

Og keypti mér nammi.

Reyndar tóku ég, Jóel og Gummi léttan púng á föstudagskvöldið.
Við fórum á Avalon, sem er dansklúbbur með leiser.
Já, með leiser segi ég.
Ekki svo ólíkt sal 1 í Smárabíói.

Fyrir utan nokkrar mjög svo léttklæddar starfsstúlkur staðarins, þó fönguðu tveir gestir sérstaklega athygli mína.

Annar þeirra var í rauðri skyrtu, sem var aðeins of þröng, með mjög fallegt vel-gel-sleikt Ítalíupermanent, og sjálflýsandi armbönd á hvorri hendi. Þessi drengur stóð uppi á palli og passaði sig að dansa eins æst og hann gat. Óþarfi er að minnast á að hann dansaði mjög töff. Svo af og til benti hann svona á eitthvað fólk í kringum sig og blikkaði það. Hann var svona soldið selebrití í sínum eigin heimi. Hápunktinum náði hann svo þegar hann ákvað að taka af sér töffuðu sjálflýsandi armböndin og henta þeim út í salinn, svona bara til að gefa æstum aðdáendum hans smá taste.
Enginn greip.

Hinn gesturinn leit alveg út eins og Fat Bastard.
Hann dansaði einnig mjög fallega.
Við skulum þó ekki gleyma krakkar mínir að fegurðin kemur að innan, og ég er handviss um að hann hefur að geyma hinn besta innri mann.

Þetta blogg er gjörsamlega tilgangslaust í dag.

4 Comments:

At 4:40 PM, Blogger Gudmundur Arni said...

þetta var hápunktur kvöldsins. Fyrir utan woman/man bargelluna eða...

 
At 11:38 PM, Blogger Ásdís said...

Þú verður aldeilis að nýta frelsið til að ryksuga og spila á píanóið.....það styttist í að ég komi heim og hlekki þig við rúmgaflinn....

 
At 12:28 PM, Anonymous Anonymous said...

Gummi, þú veist hvað ég fíla trannys...


Ásdís, ég lánaði Donnu Franca handjárnin... sorrí.

 
At 6:42 PM, Blogger Ásdís said...

Gott að heyra að þið Donna hafið skemmt ykkur vel......ég vona að andnauð hennar hafi ekki komið að sök.

 

Post a Comment

<< Home