Jó bitsjes.
Er í þvílíku tsjilli hér í Miami þessa dagana.
Var eiginlega búinn að gleyma hversu fáránlega ljúft það er að búa hérna...
Enívei, ýmislegt hefur drifið á daga mína síðan ég kom hingað fyrir 48 klst.
T.d:
Hitti Jóhann Remúlaði, sem er minn besti vinur héðan frá Miami.
Glöggir lesendur sjá augljóslega að við erum mjög passasamir að tapa ekki gleðinni.
Hér að neðan má sjá mig spila á mjög svo óhefðbundið trommusett á tónleikum á einhverjum klúbbi. Ég vissi ekki að ég væri að fara að sjá um aðaltrommusláttinn á þessum tónleikum fyrr en á þá var komið, og einnig er gaman að segja frá því að þeir voru teknir upp fyrir sjónvarp. Gott flipp. Þið getið tjékkað á þessari hljómsveit hér.
Næst ber að nefna húðflúrbúlluna Miami Ink, sem einungis hörðustu sjónvarpsnördar þekkja, nefni engin nöfn.
Ég freistaðist til að fá mér massívt dildótattú á bakið, en stafrsmenn staðarins náðu að fullvissa mig um að ég væri einungis að díla við stundarbrjálæði og því hætti ég við.
Honum Ami,sem er aðalpésinn á Miami Ink, varð svo mikið um þetta æðiskast mitt, að hann bauðst til að fylgja okkur heim á mótorhjólinu sínu.
Gaman er að segja frá því að í næstu hurð er jazzklúbbur sem hann Joe vinur minn spilaði mjög oft á, eða einu sinni í viku um margra mánuða skeið, og sat hann þá oftar en ekki fyrir aftan hús ásamt helstu söguhetjum Miami Ink og gerði það sem jazzfólk og tattúfólk gerir þegar það fer í pásu.
Einnig fylgir sögunni að rætt hafi verið um gerð þessa þáttar oftar en ekki og var Jóhann nógu alúðlegur til að segja þessum gaurum að hann vildi nú ekki fá tattú frá þeim. Og hananú.
Það má með sanni segja að ég sé með sérstaklega óvæntan glaðning fyrir þá sem eru enn að lesa.
En ég og Djó fórum á einhvern pínkulítinn takkóstað á 13st á South Beach og fengum okkur að snæða.
Og haldiði ekki að mitt helsta átrúnaðargoð í gegnum árin, enginn annar en hann Hulk Hogan, hafi verið þar að gæða sér á laufléttri takkóveislu. Hann lét þó ekki þar við sitja, því hann tók Fraulein Hogan með, og gaf henni að borða líka.
Ég kallaði að sjálfsögðu á pelann og hann settist hjá okkur, í gríðargír og spjallaði við okkur um hnignun glímukonungsins Hulks sem sósíalísks tákns og fleira skemmtilegt.
Að lokum fannst honum ómögulegt að fara, nema að fá eina mynd af sér með trommaranum knáa.
Sjá má á merki hans með þumalputta sínum, að hann er mjög glaður yfir þessu tækifæri og sagðist hann ætla að senda mér sérstakan höfuðklút til minja.
4 Comments:
sjeise hvað þú varst heppinn að hitta Hulkinn. Var einmitt að klára einn þáttinn í Hogan Knows Best. Fáránlega góður þáttur og alltaf eitthvað spennandi í hverjum þætti. T.d. fór hulkinn í nudd í þessum þætti þar sem hann hafði meitt sig í gymminu.
Gat varla farið á klóstið fyrr en þátturinn var búinn.
Sjippahoj!
KÚL:)
Sýndir þú honum ekki hvernig á að taka hnéhnykk eða hælkrók.
Biðin á flugvellinum hefur sko borgað sig, þú fékkst að hitta goðið.
Jú það er rétt Guðmundur. Ég sýndi honum líka sérstakt afbriðgi af íslenskri glímu og tækvondó sem ég er að þróa.
í staðinn sýndi hann mér hvernig maður á að græða þúsund trilljónir á að rífa af sér bolinn og þykjast láta berja sig.
Post a Comment
<< Home