Kominn heim frá Miami.
Þvílík snilld.
Ég skemmti mér konunglega og ekki skemmdi fyrir að Arnar, pínkulitli frændi minn, rúllaði í heimsókn frá Naples, þar sem hann er að læra að verða flugfreyja.
Hann fékk líka að koma aðeins með mér í gamala skólann minn og kynnast týpísku háskólalífi, þar sem sultubrúnir tjokkóar kasta rúbbíbolta á milli og klappstýrur sóla sig á bikiníi á grasinu. Gaman að því.
En hvað um það, ég varð reyndar soldið fúll út í Hulksterinn að hringja ekkert í mig aftur eftir fundinn góða sem við áttum á taco staðnum, en hann hefur bara sennilega verið upptekinn við að slétta hárið eða spila skák við The Undertaker eða eitthvað þannig.
Nú er hins vegar spríng breik búið hjá mér og djöfull nenni ég ææsssst ekki að fara aftur í skólann og klára þessa önn...
Væl.
3 Comments:
Velkominn heim Doddz..
Skil þig ósköp vel.. væri alveg til að vera aaaaaðeins lengur á Íslandinu góða.
iss piss þetta verður búið áður en þú veist af.
Gangi þér vel ljúfurinn.
Hringja svo....
Langaði bara svona segja takk fyrir síðast, þótt það hafi nú verið í styttri kantinum.. En mjög gaman þrátt fyrir það..!
En já hér er enþá bara sól og hamingja :)
kv. pínkulitla, en fáránlega myndarlega flugfreyjan frá Naples :)
Post a Comment
<< Home