Doddi í Brooklyn

Monday, April 09, 2007

Ég er bloggdrusla.

Gleðilegan annan í páskum.

Ég fékk páskaegg í gær. Sem er gott.

Æst gott.

Samt er maginn í mér eitthvað hugsi núna.

Svo eru Brynja og Hinrik í heimsókn, sem er mjög skemmtilegt. Nema að fæturnir á Hinrik eru soldið fyrir mér. En hann er samt voða voða fínn strákur, nema hann er soldið of heppinn í pool. Sem er svosem allt í lagi, hann fær sjens.

Helsti spenningur þeirra Brynju og Hinriks er þó að sjá rotturnar í portinu hjá okkur, en okkur til mikillar armæðu hafa þar eitthvað verið tregar að sýna sig undanfarna daga.

Ég var gabbaður. Þrátt fyrir mikinn andlegan anti-gabb undirbúning að morgni 1. apríl, þá kom gabbið aftan að mér þegar ég síst átti von á, og ég féll í gryfjuna.
En ég reis upp aftur, alveg eins og jesús, og stend nú uppréttur og gef fimmur hægri vinstri.

5 Comments:

At 11:33 AM, Blogger Lara Gudrun said...

Hæ fæv borat style..

Ég heimta rematch í pool og annað pókerpúl

Out
LáRa

 
At 11:26 PM, Anonymous Anonymous said...

ekki spurning...

 
At 1:48 PM, Anonymous Anonymous said...

Gangi þér vel í KVÖLD :)

 
At 6:28 AM, Blogger AnnaKatrin said...

Dúllukall,

Hvernig væri að gera smá youtube eða allaveganna segja frá tónleikunum í gær? Gefa tóndæmi til dæmis. Ta tí tí taaaa ta.

Til hamingju með að vera einu skrefi frá því að verða músíkmeistari. Ímynda mér bara að það hafi verið stuð.
ak

 
At 5:05 PM, Blogger Unknown said...

Takk fyrir tónleikana í gær gamli. Þetta voru hörkutónleikar og hefðum við Olga gaman af að kíkja á fleiri "gigg" í sumar. Frumsömdu lögin voru mjög flott!

 

Post a Comment

<< Home