Doddi í Brooklyn

Thursday, April 19, 2007

Yo yo yo yo yo biiiatchheees.

Jæja krakkar mínir.
Ýmislegt hefur verið að gerast undanfarið hjá mér.
Hæst bera þó útskriftartónleikarnir mínir sem ég hélt miðvikudagskvöldið síðasta. Tókust þeir með ágætum og það gladdi mig mjög að sjá alla íslensku mafínuna samankomna til að samfagna mér og þakka ég ykkur öllum kærlega fyrir komuna. Sumir gerðust meira segja svo djarfir að koma spes ferð á tónleikana frá öðrum borgum. Sega Mega segi ég.

Nú tekur hins vegar við viðbjóðslegur tími sem felur í sér að klára dass af lokaverkefnum og ritgerðum og ýmislegt annað álíka ógeðslegt.
Sem er gaman.

Svo er það líka í fréttum að fyrir höndum er flutningur til New York í sumar. Sem er helflippað.

Svo rak ég hausinn æst fast í um daginn. Það blæddi meira að segja í klukkutíma, snökt! snökt! grátur! væl! Og nú er ég kominn með eitthvað risa blóðhrúður sem mig langar æsings mikið að kroppa í.
Allan daginn.

Svo eru hér nokkrar myndir til gamans.















4 Comments:

At 5:34 AM, Blogger AnnaKatrin said...

fallegur bleiki bolurinn þinn. Gaman að sjá myndir svona strax. Er settið svart? Minnti að þú ættir silfrandi sett af diskóættinni...

Gangi þér vel með skrifin.
Hlakka til að heimsækja ykkur í eplið.
Endalaus ást og friður.
aK

 
At 7:26 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með tónleikana :)

 
At 4:51 AM, Anonymous Anonymous said...

innilega til hamingju með tónleikna Dodda skinn:)
kv.Erlen Björk

 
At 3:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju vinur.

 

Post a Comment

<< Home